Auglýsing

Ætla að láta 20 ára gamlan draum verða að veruleika

Vinirnir í hljómsveitinni Toymachine ætla að láta 20 ára gamlan draum rætast og gefa gömlu og góðu lögin sín út á plötu á þessu ári. Hefur sveitin hrint af stað söfnun á Karolína fund þar sem hægt að er skoða  mismunandi leiðir til þess að styrkja verkefnið.

„Hljómsveitin Toymachine var stofnuð á Akureyri síðla árs 1996 en bar nafnið Gimp í fyrstu. Um tveimur árum síðar breyttu meðlimir bandsins nafninu í Toymachine. Á sama tíma þyngdist tónn þeirra og sveitin spilaði víða næstu árin, m.a á hinum goðsagnakennda tónleikastað CBGB´s á Manhattan í New York í nóvember 1999 og í flugskýli nr. 4 á Reykjavíkurflugvelli sama ár á fyrstu Iceland Airwaves hátíðinni,“ segir á síðu verkefnisins.

„Núna langar meðlimum að koma út plötunni sem aldrei kom út. Um er að ræða 10-11 laga plötu sem geymir mest megnis lög úr smiðju bandsins frá árunum 1999-2001 og verður stykkið gefið út á vinyl og á helstu streymisveitum um mánaðarmótin nóvember/desember 2020.“

Meðlimir Toymachine:
Jens Ólafsson – Söngur
Kristján Elí Örnólfsson – Gítar
Atli Hergeirsson – Bassi
Baldvin Z – Trommur
Árni Elliott Swinford – DJ/söngur (1999-2001)

Hægt er að styrkja verkefnið á Karolinafund

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing