Héraðssaksóknari hefur ákært pólsk hjón fyrir rúmlega 60 milljóna króna peningaþvætti.
Svokallað Euromarket mál kom upp fyrir 2 árum og er málið einn angi af því. Skýringar hjónanna voru þær að maðurinn væri heppinn í peningaspilum og væru peningarnir ávinningar úr spilakössum. En talið er útilokað að hægt sé að vinna slíkar fjárhæðir í spilakössum.
Húsleit var gerð á heimili mannsins fyrir 2 árum síðan eftir að hann var handtekinn í tengslum við rannsókn á EuroMarket málinu. Var þar meðal annars lagt hald á fjármuni. Ásamt því að liggja undir grun um peningaþvætti, ásamt konu sinni, var maðurinn einnig grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagðri glæpastarfsemi og smygli á umtalsverðu magni fíkniefna frá Póllandi til Íslands.
Eftir að hafa farið í gegnum skattaskýrslur þeirra hjóna komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að framtaldar tekjur þeirra dygðu ekki til að standa undir lifnaði þeirra. Skýring hjónanna var sú að maðurinn hefði unnið féð í spilakössum. Þá fékk lögreglan dósent við Háskólann í Reykjavík til að meta áætlaðan hagnað eða tap af spilun í spilakössum. Hann taldi útilokað að hagnaður hefði verið af spilun mannsins. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans, varfærnasta matið var tap upp á 11 milljónir. Þetta kom fram á vef Rúv.