Forseti þýska handknattleikssambandsins greindi frá því í dag að Alfreð Gíslason muni taka við sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik.
Sú ákvörðun var tekin á stjórnarfundi að landsliðsþjálfarinn Christian Prokop muni stíga til hliðar og mun Alfreð taka við liðinu í mars. Alfreð hefur verið laus allra mála síðan síðasta sumar en þá hætti hann störfum hjá þýska stórliðinu THW Kiel.
Þetta kom fram á vef Mbl