Íslenska kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi.
Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar. Lítið er vitað um söguþráð en persónur lenda áfram í sjálfskipuðum vandræðum og setji sveitina í uppnám. Ein aðalpersóna myndarinnar, Valur Aðalsteins fjárfestir, sem Þorsteinn Bachmann leikur, er orðinn ráðherra og flækjast málin þá enn frekar.
Vísir birti í dag sýnishorn úr myndinni og má horfa á það hér að neðan.