Sindri Sindrason hitti Ölmu Dagbjörtu Möller landlækni í Íslandi í dag á Stöð2 í gærkvöldi. Alma hefur undanfarnar vikur staðið vaktina, við hlið Víðis Reynissonar og Þórólfs Guðnasonar, við að upplýsa þjóðina í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram á vef Vísis
Hún telur góðar líkur á því að þjóðin komi sterk tilbaka þegar faraldrinum lýkur.
„Það er allt þetta með samheldni, samstöðu og hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Njóta vina sinna og fjölskyldu og samveru, það er eitthvað sem við komum með út úr þessu.“
Alma elskar að ferðast og hefur gert mikið af því, bæði erlendis og hér heima.
„Ég sé um utanlandsferðir og maðurinn minn um ferðalög innanlands og það er eiginlega það besta sem ég veit. Það kemur að því að við getum farið að fara til útlanda aftur en ég er voðalega ánægð með hvað ég er búin með mikið.“
Hér fyrir neðan má sjá innslagið með Ölmu í heild sinni.