Boðað hefur verið til upplýsingafundar Almannavarndeildar ríkislögreglustjóra klukkan 14 í dag.
Ætlunin með fundinum er að senda þjóðinni skýr skilaboð, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeildinni. Á fundinum verða þeir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar.
Óttast er að tölur fyrir smitaða verði hærri í dag en síðustu daga en 21 greindist með COVID-19 innanlands í gær. Frá því á mánudag hafa 59 greinst með veiruna.