KVikmyndahátíðin RIFF hefst í Reykjavík í dag, 30.sept og mun hún standa yfir til 10. okt. Þetta er í 18. skipti sem hátíðin er haldin.
Kvikmyndadagskráin hefst kl. 17 í Bíó Paradís, þar sem megnið af hátíðinni mun fara fram, og stendur yfir fram yfir miðnætti.
„Sérstök áhersla verður lögð á tónlist í kvikmyndum og verður Holland í Fókus þetta árið. Dagskrá hátíðarinnar verður að mestu í Bíó Paradís og Norræna húsinu en einnig munum við tilkynna allskyns sérviðburði sem verða víðar um borgina síðar,“ segir í tilkynningu.
„Fyrir þá sem vilja síður fara út á meðal fólks þá er hægt að horfa á Riff- Heima þar sem hægt verður að horfa á marga af dagskráliðum hátíðarinnar heima í stofu. Þetta er nýjung sem fékk frábærar viðtökur í fyrra og því endurtökum við leikinn í ár.“
Sala á hátíðar pössum og klippikortum er hafin hér.