Auglýsing

Andlegt ofbeldi að tala illa um barnsforeldri við barnið

Valgerður Halldórsdóttir ólst upp í ýmiskonar útfærslum af stjúpfjölskyldum og segir að amma hennar og afi hafi verið skilin og foreldrar hennar hafi verið skilin og hún þekkti aldrei neitt annað. Hún eignaðist svo son þegar hún var á seinasta ári í framhaldsskóla: „Og eins og gengur og gerist byrjuðum við saman og hættum svo saman. Ég gifti mig svo seinna og maðurinn minn átti barn fyrir og við eignuðumst svo barn saman,“ segir Valgerður og bætir því við að hún hafi haldið að þetta yrði nú lítið mál sem varð svo ekki raunin.

Valgerður hefur séð allt sem hugsast getur þegar kemur að stjúpforeldrum, börnum og þeim áskorunum og í viðtali hjá Kiddu Svarfdal fóru þær yfir víðan völl þegar kemur að þessum málum. Kidda byrjar á því að segja að hún hafi sjálf leitað til hennar með maka sínum í upphafi sambúðar með manni sínum en þau eiga bæði börn frá fyrri samböndum.

Eitt af því sem þær ræddu var þegar foreldri talar illa um hitt foreldrið og hvernig svoleiðis baktal kemur verst niður á börnunum.

Brot úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan en ef þú vilt horfa á þáttinn í heild sinni geturðu tryggt þér áskrift að streymistveitunni Brotkast hér.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing