Auglýsing

Andrea Bocelli í Kórnum

„Það gleður okkur að staðfesta að tónleikarnir með Andrea Bocelli munu fara fram í Kórnum laugardaginn 27. nóvember eins og til stóð,“ segir í tilkynningu frá Senu Live. 

Salnum verður skipt upp í aðskilin sóttvarnarsvæði samkvæmt gildandi sóttvarnarlögum. Gestir skulu gangast undir hraðpróf og framvísa neikvæðri niðurstöðu ekki eldri en 48 tíma gamalli. Börn fædd árið 2006 og síðar eru undanskilin hraðprófi. Ekki er gerð krafa um grímuskyldu og hraðprófið er gjaldfrjálst. Gestir velja viðurkennda rannsóknarstofu að eigin vali en þær má nú finna á Suðurlandsbraut, á BSÍ, í Kringlunni, á Kleppsmýrarvegi, á Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri.

Sjá allar stofur á vefsíðu Landslæknis hér. Nánar um sóttvarnir á tónleikunum hér.

Uppselt er í verðsvæði 2 og fáir miðar eru eftir í hinum fimm verðsvæðunum.

UM TÓNLEIKANA OG BOCELLI

Kórnum í Kópavogi verður í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal og ásamt Bocelli kemur fram 70 manna sinfónuhljómsveit SinfoniaNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstakir gestir.

Bocelli er einn ástsælasti tenór heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu.  Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims.

Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara.

Nánar um tónleikana á senalive.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing