Andrés Indriðason rithöfundur og dagskrárgerðarmaður, er látinn eftir hetjulega baráttu við Alzheimer. Hann var 78 ára að aldri.
Hann átti stóran feril sem blaðamaður, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, við kvikmyndagerð, rithöfundur og fleira. Andrés skapaði meðal annars hinar landsþekktu brúður Glám og Skrám sem komu reglulega fram í leikþáttum í Stundinni okkar.
Andrés lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Ingimarsdóttur,tvær dætur og þrjú barnabörn.