Auglýsing

Áramótaball Palla í uppnámi

Skemmtistaðnum Spot í Kópavogi var lokað í gær vegna útrunnins vínveitingaleyfis. Þetta kemur fram á vef DV.

Á staðnum voru um hundrað manns í einkasamkvæmi og var þeim gert að yfirgefa staðinn. Á gamlárskvöld stendur til að svokallað áramótaball með Páli Óskari fari fram en í samtali við fréttastofu Vísis staðfestir Páll Óskar að staðnum hafi verið lokað í gær.

Á hurð staðarins er handskrifaður miði þar sem stendur að vegna „óviðráðanlegra ástæðna“ verði staðurinn lokaður þangað til á morgun, þar sem vínveitingaleyfi staðarins hafi runnið út 19. desember. Undir miðann skrifar Árni Björnsson, eigandi staðarins.

„Ég tók þá ákvörðun að anda rólega þangað til níu í fyrramálið, en Sýslumaðurinn í Kópavogi opnar þá. Þá fæ ég úr því skorið hvort Árni fái vínveitingaleyfið,“ segir Páll Óskar. En hann segist jafnfram ekki hafa fengið nein svör frá forsvarsmönnum staðarins og því alls óvíst hvort áramótaball með Páli Óskari kemur til með að fara fram á Spot á gamlárskvöld. Ennþá virðist vera hægt að kaupa miða inn á ballið á Miði.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing