Arion banki hefur gefið út tilkynningu þess efnið að bankinn muni koma til móts við þá einstaklinga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna kórónuveirunnar.
Verður þeim viðskiptavinum bankans, sem eru með íbúðalán hjá bankanum, boðið að gera hlé á afborgunum lána í allt að þrjá mánuði til að auðvelda þeim að takast á við fyrirsjáanlegar ákvarðanir.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að ef þörf sé á frekari sveigjanleika verði farið yfir málin með hverjum og einum viðskiptavini.
Þetta kemur fram á vef mbl