Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út sína þriðju breiðskífu, Sátt, í febrúar á þessu ári og í framhaldi af því ætlaði hann að kynna plötuna með tónleikaferðalögum erlendis út árið.
Hann fór í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu í febrúar og þaðan til Bandaríkjanna í byrjun mars. Þegar vika var liðin af túrnum um Bandaríkin var kórónuveirufaraldurinn heldur betur farinn að láta segja til sín þar ytra og var ákveðið að aflýsa tónleikaferðalaginu og halda heim.
Ekki er útlit fyrir að Ásgeir spili utan landsteinanna fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og hefur hann því ákveðið að fara í tónleikaferð um Ísland í júlí þar sem hann leikur á 13 tónleikum á 17 dögum.
Dagsetningar:
- júlí: Bæjarbíó, Hafnarfirði
- júlí: Skyrgerðin, Hveragerði
- júlí: Midgard Base Camp, Hvolsvelli
- júlí: Havarí, Berufirði
- júlí: Seyðisfjarðarkirkja
- júlí: Kaffi Rauðka, Siglufirði
- júlí: Félagsheimilið Sæborg, Hrísey
- júlí: Græni hatturinn, Akureyri
- júlí: Félagsheimilið á Hvammstanga
- júlí: Sauðárkrókskirkja
- júlí: Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði
- júlí: Edinborgarhúsið, Ísafirði
- júlí: Frystiklefinn, Rifi
Miðasala á tónleika Ásgeirs er hafin á Tix.is