Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst mæla fyrir frumvarpi á Alþingi í dag, sem felur í sér róttækar breytingar á mannanafnalögum. Eru þær breytingar meðal annars þær að mannanafnanefnd verði lögð niður.
Í færslu á Twitter segir Áslaug að ef frumvarpið verði að lögum muni fólk hafa frelsi til að bera það nafn sem það kýs og engin hámörk verði á fjölda nafna fólks. Þá geti fólk einnig tekið upp nýtt ættarnafn. Í þessari sömu færslu kallar hún eftir reynslusögum fólks sem er ósátt við núverandi kerfi.
Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig ?
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020