Auglýsing

„Ástin er eilífðarverkefni sem þarf sífellt að sinna“

Texti: Guðrún Óla Jónsdóttir
Myndir: Baldur Kristjáns

Hannes Þór Halldórsson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri, varði mark Íslands í fótbolta um árabil og þykir einn besti markvörður sem við höfum átt en hann hefur nú lagt hanskana á hilluna.

Hannes segist sáttur við ákvörðunina að hætta í boltanum, þótt málalokin hjá Val, þar sem hann spilaði undir það síðasta, hefðu mátt vera öðruvísi. Segja má að Hannes og eiginkona hans, Halla Jónsdóttir, standi nú á skemmtilegum byrjunarreit þar sem þau geta loks skipulagt frí með fjölskyldunni og notið frítímans öll saman. Hannes og Halla giftu sig 30. desember 2017 og þar sem hann segist vera „go big or go home-týpan“ var haldið stórt og skemmtilegt partí með öllu tilheyrandi.

Þegar blaðamann ber að garði er Halla að koma heim með tvö yngstu börnin úr leikskólanum. Bergur segist vera sex ára og eiga að byrja í skóla í haust. Hildur er að verða tveggja ára og elsta dóttirin er níu ára. „Hún var um tíu mánaða þegar við fluttum til Noregs árið 2014 þar sem Hannes byrjaði í atvinnumennskunni,“ segir Halla og færir blaðamanni vatnsglas.

Börnin eru farin að leika sér á neðri hæðinni og við höfum komið okkur fyrir í stofunni þaðan sem útsýni er yfir Víkina í Fossvoginum. „Bergur fæddist í Hollandi en Hildur hérna heima. Ég fann eiginlega ekki mikinn mun á að eiga heima hér og úti en ég var auðvitað svo heppin að meðgöngurnar og fæðingarnar gengu allar vel.“

„Bæði introvertar upp að ákveðnu marki“

Halla og Hannes kynntust árið 2008, á skemmtistaðnum Vegamótum í miðbæ Reykjavíkur. „Þetta er brjálæðislega rómantísk saga,“ segir Hannes kíminn. „Þetta var bara svona klassískt skemmtistaðaskot sem þróaðist smám saman yfir í samband. Ég átti íbúð og Halla var farin að vera þar oftar og oftar og svo bara vorum við byrjuð að búa.“

Hvað heillaði ykkur í fari hins?
„Ég myndi segja að það hafi verið þessi þægilega nærvera sem Halla hefur, það er einhver stóísk ró yfir henni, hún er skemmtileg, við erum með svipaðan húmor og getum hlegið að sömu hlutunum og svo er hún bara svo góð manneskja,“ segir Hannes og lítur á eiginkonuna.

„Ég get sagt það sama um Hannes. Mér finnst líka svo frábært hvað hann er drífandi og frjór og alltaf að gera skemmtilega hluti.“

Halla og Hannes kynntust árið 2008, á skemmtistaðnum Vegamótum í miðbæ Reykjavíkur. „Þetta er brjálæðislega rómantísk saga,“ segir Hannes kíminn. „Þetta var bara svona klassískt skemmtistaðaskot sem þróaðist smám saman yfir í samband. Ég átti íbúð og Halla var farin að vera þar oftar og oftar og svo bara vorum við byrjuð að búa.“

Hvað mynduð þið segja að væri mikilvægast í hjónabandinu?
„Að vera þolinmóð við hvert annað,“ segir Halla eftir stutta umhugsun og Hannes tekur undir það. „Og að geta rætt málin,“ segir hann. „Í hvert einasta sinn sem maður segir upphátt eitthvað sem hefur verið að velkjast um í hausnum á manni finnur maður hvað það er mikill léttir að koma því frá sér. Því oftar sem maður ræðir hlutina og því betri sem samskiptin eru, því færri hnútar eru í sambandinu. Svo á pabbi eina trademark-setningu sem hann þreytist ekki á að segja:

„Mundu að ástin er eilífðarverkefni sem þarf sífellt að sinna“ og þótt hún sé alveg svolítið væmin er þetta rétt hjá karlinum. Ég segi hana nú stundum við Höllu í gríni.“

En öllu gríni fylgir einhver alvara.


Þetta er brot úr lengra viðtali Vikunnar. Finna má viðtalið í heild sinni á áskriftarvef Birtíngs.

 

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

 

Texti: Guðrún Óla Jónsdóttir
Myndir: Baldur Kristjáns

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing