Baldvin leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar og stefnt er á að serían verði sýnd á stöð 2 í lok árs 2021.
„Þetta verður eins mikill krimmi og hægt er.“ segir Baldvin í samtali við Fréttablaðið. Grunnurinn að sögunni er nú þegar til en unnið er að útfærslum á handritinu.
„Ragnar er rannsóknarlögreglumaður og blóðferlafræðingur, einn af okkar fremstu á Íslandi,“ segir Baldvin. „Vegna hans er innsýn okkar inn í þennan heim einstök. Við stillum þessu upp á mjög raunsæjan hátt.“
Baldvin gefur ekkert upp varðandi leikaraval en segir að þegar sé búið að ræða um aðalleikara. Þættirnir fjalla um unga lögreglukonu sem rannsakar dauðsfall ferðamanns.
Baldvin hefur leikstýrt nokkrum stórmyndum á borð við Lof mér að falla og Vonarstræti.