Auglýsing

Baneitrað heimilislíf bráðgáfaðra hjóna

Laugardaginn sjötta mars, klukkan fjögur, opnar sýning Margrétar Helgu Sesseljudóttur og norsku listakonunnar Theu Meinart í Hamraborginni, í menningarsalnum Midpunkt.

Sýningin Soft Shell (mjúk skel) sækir innblástur sinn í líf vísindakonunnar Marie Curie og eiginmanns hennar Pierre, en þau tvö uppgötvuðu geislavirku efnin, pólóníum og radíum. Eitruðu efnin tvö settu verulegan svip á líf þeirra, því fyrir utan nóbelsverðlaunanna sem uppgötvanirnar tryggðu þeim, þá höfðu þau glóandi steina til sýnis heima hjá sér. Marie notaði radíumið sem náttlampa og Pierre hafði ávallt mola í vasanum til að geta sýnt gestum og gangandi. Í sýningunni vilja listakonurnar veita innsýn inn í baneitrað heimili hjónakornanna.

Um er að ræða íslenskt norskt samstarf stutt af bæði Kópavogsbæ og norska listmenningarsjóðinum. Margrét Helga býr og starfar í Reykjavík, en Thea Meinart býr og starfar í Þrándheimi. Midpunkt sem hýsir sýninguna er menningarrými staðsett í Hamraborg, rekið af hjónunum Ragnheiði S. Bjarnarson og Snæbirni Brynjarssyni í samstarfi við Joönnu Pawlowska.

Sýningin verður opin um helgar allan marsmánuð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing