Í gærkvöldi fóru fram fyrstu kappræðurnar fyrir komandi forsetakosningar í þættinum Baráttan um Bessastaði, á Stöð2
Kappræðurnar voru ansi líflegar og viðbrögðin á Twitter létu ekki á sér standa, að vanda.
Guðmundur Guðmundur Guðmundur Guðmundur Guðmundur.. Guðmundur GUÐMUNDUR!…. Elska að Heimir gefi sig bara alls ekki! #bessastaðir pic.twitter.com/3gInsJi6Zc
— Kristófer Nökkvi (@Kristofernokkvi) June 12, 2020
Guðni, Vigdís og King Ólafur Ragnar eru í framboði á sama tíma. Hvernig kýstu? #Bessastaðir
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) June 11, 2020
Spái því að Guðmundur Franklín fái færri atkvæði en meðmælendur #forsetakosningar
— Inga (@irg19) June 12, 2020
Maður sem hefur staðið í hótelrekstri í Danmörku til fjölda ára býður sig fram til forseta, nýtir fyrstu sjónvarpsumræðurnar til þess að reyna að koma höggi á sitjandi forseta með því að segja að hann sé Evrópusambandssinni. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. #forsetakosningar
— Páll Tómas Finnsson (@palltomas) June 12, 2020
Ætlaði að horfa á messar kappræður forsetaframbjóðandanna… gafst upp þegar trúðurinn sagði að forseti eigi að vera sameiningartákn ásamt kirkjunni… 1850 var að hringja og vill hann í framboð… #forsetakosningar #GuðniTherminnforseti
— Kristín Lovísa (@Lobbsterinn) June 12, 2020
Hvað er að frétta í kollinum hjá Guðmundi Franklin ? #baráttanumbessastaði
Hlýtur að hafa tapað fylgi eftir veru sýna á stöð2 í kvöld ??— Jóhann (@Jhann43551812) June 11, 2020
Guðmundur Franklín: „Forsetinn á auðsjáanlega að vera sameiningartákn með kirkjunni…..“ pic.twitter.com/fjHYt77May
— gudny thorarensen (@gudnylt) June 12, 2020
Guðmundur Franklín; “Ég er algjörlega óflokksbundinn, ég er þverpólitískur!”
Er maðurinn svona blindur á staðreyndir eða elskar hann Trump bara SVONA mikið? pic.twitter.com/gatM6OjWqw
— :Guðrún: (@GudrunBryn) June 12, 2020
Tíðkast enn að senda menn í útlegð?
Ég held nefninlega að Guðmundur Franklín sé tilvalinn í það.— Kiddi Agnarsson (@Kiddi) June 12, 2020
Ég elska að Guðni hafi bara name droppað fullt af fyrrum forsetum sem Guðmundur Franklín veit eflaust ekki einusinni hverjir eru.
— Friðrik Jónsson (@frikkiklippari) June 11, 2020
Djöfull er ég feginn að Guðmundur Franklín er ekki öryggisventill eins eða neins.
— Björn Kristjánsson (@bjossiborko) June 11, 2020
Guðmundur Franklín varð sér að fullkomnu athlægi í dag. Greyið maðurinn.
— Guðmundur Jónsson (@gudmjons) June 11, 2020
Guðmundur Franklín á Bessastöðum núna. pic.twitter.com/d8YYUMi21V
— Reynir Elís* (@Ramboinn) June 11, 2020
Guðmundur Franklín er rosalega yfirvegaður og kemur mjög vel fyrir í sjónvarpi.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) June 11, 2020
Heimir Már í sögulegum kosningakappræðum á Stöð 2 eftir að Guðmdundur Franklín spurði Guðna Th hvort hann væri stoltur af því að vera Íslendingur
Heimir Már: Ertu þú stoltur af því að vera Íslendingur Guðmundur?
Guðmundur Franklín: Absolutely!
— Valur Grettisson (@valurgr) June 11, 2020
Þetta er einhver kjánalegasti þáttur sem ég hef orðið vitni af. Takk fyrir það Guðmundur Franklín
— Sigmar Hjálmarsson (@Sigmart87) June 11, 2020
Guðmundur Franklín vs. Guðni á Stöð 2. Það þarf að stoppa þetta af, án gríns.
— Theódóra (@Skoffin) June 11, 2020
Guðmundur Franklín er eins og Oprah, ef Oprah væri á Útvarp Sögu.
„Þú ert glóbalisti!, Vigdís er glópalisti!, Þið eruð glóbalistar!“
— Sigurður O. (@SiggiOrr) June 11, 2020