Auglýsing

Bardagi milli karlmanns og konu í keppni í Las Vegas gerir allt vitlaust – MYNDBAND

Um helgina fór fram mótið Craig Jones Invitational í brasilísku jiu jitsu en mótið fór fram í Las Vegas í Nevada. Eins og nafnið gefur til kynna er mótið haldið af Craig Jones sem hefur tvisvar hlotið silfurverðlaun á hinu geysisterka ADCC móti í brasilísku jiu jitsu og var keppt í plús og mínus 80 kílógramma flokki.

Það vakti að vonum mikla hneykslun en bæði voru með í þessu bragði til að auglýsa bardagann enn frekar en margir voru hneykslaðir á Jones og vildu meina að þetta hafi verið áreitni og óvirðing hjá honum.

Sigurvegari í hvorum flokki fékk eina milljón dollara í sinn hlut en hver keppandi fékk að auki 10.001 dollara en Jones hélt mótið til að mótmæla verðlaunafé á ADCC mótinu sem fór fram sömu helgi.vÍ ADCC mótinu fær sigurvegarinn í karlaflokki 10.000 dollara í sinn hlut en Jones vildi sýna fram á að hægt væri að gefa hverjum keppanda meira í verðlaun en það.

Jones tilkynnti einnig að honum hefðu borist morðhótanir frá mótshöldurum ADCC en það hefur fram að þessu verið stærsta mót íþróttarinnar.

Þau brugðu meðal annars í leik á blaðamannafundi þar sem þau voru að mætast augliti til auglitis og Jones greip í höfuð Garcia og þóttist neyða hana til að kyssa sig.

En það sem vakið hefur reiði margra á netinu var aðalbardagi mótsins, svokallaður superfight, en hann var á milli Craig Jones sjálfs og margfalds heimsmeistara kvenna í íþróttinni, hinni brasilísku Gabi Garcia.

Engin kona afrekað jafn mikið

Enginn kona hefur afrekað jafn mikið í íþróttinni og Gabi Garcia en ástæða þess að svo mikil reiði braust út meðal netverja vegna bardagans er sú að fólk hélt að Garcia hefði verið neydd til að keppa við Jones.

Staðreyndin er hins vegar sú að Garcia og Jones hafa auglýst bardagann mánuðum saman og var hann ekki partur af riðlakeppni mótsins heldur aðalbardagi kvöldsins. Engin kvennaflokkur var á mótinu en hinar mögnuðu Ffion Davies og Mackenzie Dern börðust í hinum aðalbardaga kvöldsins sem endaði með sigri Davies.

En Garcia og Jones eru hinir mestu mátar og höfðu auglýst bardagann saman á gamansaman hátt alveg fram að bardaganum sjálfum og hafa bæði sagt að augljóslega sé engin ástæða fyrir fólk að reiðast yfir þessu enda hafi keppnin milli þeirra farið fram í algjörri vinsemd. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að fólk haldi áfram að hneykslast á bardaganum þrátt fyrir að um algjöran misskilning sé að ræða þegar kemur að ástæðu hans.

Þóttist neyða hana til að kyssa sig

Þau brugðu meðal annars í leik á blaðamannafundi þar sem þau voru að mætast augliti til auglitis og Jones greip í höfuð Garcia og þóttist neyða hana til að kyssa sig.

Það vakti að vonum mikla hneykslun en bæði voru með í þessu bragði til að auglýsa bardagann enn frekar en margir voru hneykslaðir á Jones og vildu meina að þetta hafi verið áreitni og óvirðing hjá honum. Í karlaflokki yfir 80kg sigraði Nick Rodriguez frá Bandaríkjunum og í flokknum undir 80kg sigraði Kade Ruotolo og fengu báðir milljón dollara í sinn hlut.

Við ætlum ekki að spilla úrslitum aðalbardaga kvöldsins milli Garcia og Jones en hægt er að horfa á hann í heild sinni í myndbandinu hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing