Auglýsing

Beraði bossann á 45 toppum:„Þetta æxlaðist þannig að ég ætlaði nú bara að koma mér í gott form“

Dansarinn Jón Eyþór Gottskálksson keppir í þáttunum Allir geta dansað í Nóvember.

Hann kom sér í form með því að ganga 45 toppa á nítíu dögum og beraði á sér bossann á þeim öllum.

Í sam­tali við Fréttablaðið segir Jón að hug­myndin hafi kviknað eftir fjall­göngu sem hann fór í á­samt frænda sínum, Frið­geiri Torfa. Hann hafi fyrst berað bossann í Ölpunum fyrr á þessu ári og eftir að hann beraði fyrsta bossann á fyrsta tindinum var ein­fald­lega ekki aftur snúið.

„Þetta æxlaðist þannig að ég ætlaði nú bara að koma mér í gott form fyrir þættina sem byrja núna á Stöð 2 í nóvember og ég hafði verið eitt­hvað að­eins í ræktinni en langaði að breyta að­eins til og stunda meiri úti­vist,“ segir Jón.

„Það var gaman í þessu á­taki hvað maður kynnist landinu sínu betur. Allt í einu þekki ég öll fjöllin í kringum Reykja­vík og ná­grenni. Ég sé ein­hvern­veginn landið í að­eins öðru­vísi ljósi eftir þetta. Allt í einu þegar ég er að keyra í gegnum Mosó þá veit ég til dæmis al­gjör­lega hvernig landið liggur, sem er mjög skemmti­legt.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing