Auglýsing

Berglind Pétursdóttir ráðin hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum

Berglind Pétursdóttir hefur verið ráðin hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofunni H:N Markaðssamskipti. Berglind hefur víðtæka reynslu úr auglýsingageiranum auk þess sem hún hefur verið með vikuleg innslög í Vikunni á RÚV.

 „Það er frábært að fá Berglindi í Bankastrætið. Reynsla hennar og hugmyndaauðgi á eftir að nýtast okkur vel enda erum við með stóran og fjölbreyttan kúnnahóp sem fer ört stækkandi,“ segir Högni Valur Högnason, hönnunarstjóri á H:N Markaðssamskiptum.

 Berglind sinnti starfi kynningarstjóra Listahátíðar í Reykjavík árin 2019-2021. Þar á undan starfaði hún sem markaðssérfræðingur hjá Símanum og texta- og samfélagsmiðlasérfræðingur m.a. á ENNEMM og Íslensku auglýsingastofunni.

 Síðastliðin fimm ár hefur Berglind einnig starfað við dagskrárgerð á RÚV ásamt Gísla Marteini Baldurssyni í sjónvarpsþættinum Vikunni og mun sinna því starfi áfram samhliða störfum sínum á H:N.

Berglind útskrifaðist með BA-gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands 2011 og starfaði sjálfstætt sem dansari og danshöfundur áður en hún hóf störf í auglýsingum. Hefur hún auk þess setið í stjórn Reykjavík Dance Festival og átt sæti í Grímunefnd fyrir hönd Félags íslenskra listdansara.

 H:N Markaðssamskipti er ein elsta auglýsinga- og markaðsráðgjafastofa landsins og hefur unnið til fjölda verðlauna á því 31 ári sem hún hefur verið starfrækt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing