Nútíminn tekur vikulega saman þær færslur á Twitter sem slegið hafa í gegn þá vikuna.
Ég þori varla að segja þetta en er fólk ekkert ap grínast með gleði sína yfir því að horfa á Helga Björns í beinni helgi eftir helgi?
— Karen Kjartansdottir (@karendrofn) May 2, 2020
Algengasta dánarorsök Íslendinga á aldrinum 45-55 er að missa snúrusímann í heita pottinn í miðju símtali við Sigga Hlö
— $v1 (@SveinnKjarval) May 2, 2020
David Beckham er 45 ára í dag. Þegar ég var 13 ára var ég kölluð upp til skólastjórans, þar sem hann bað mig vinsamlegast að hætta að merkja prófin mín Hildur Karen Beckham. Til hamingju DB ❤️
— Hildur Karen (@HildurKarenSv) May 2, 2020
Fór fáklædd út í garð til að tana. Gekk vel í svona 7 mínútur. Þá fór ég inn því það eru meiri líkur á að ná sér í kulsár en brúnku RN
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) May 2, 2020
Pottþétt eitthvað inside djók hjá tískuheiminum að láta 90’s koma aftur í tísku og nú eru þau bara í kasti að það hafi gengið upp
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) May 2, 2020
Fór inn á vefsíðu hjá verslun til að skoða opnunartíma. Ótrúlega þægilegt, þurfti bara að samþykkja vafrakökur, taka afstöðu til þess hvort ég vildi vera á póstlista og fá alls konar áhugaverðar tilkynningar um nýjar vörur og samþykkja persónuverndarstefnuna og svo bara bæng.
— Árni Helgason (@arnih) May 2, 2020
Ég treysti ekki mönnum sem eru 182cm og uppúr. Hvað ertu að fela þarna uppi?
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) May 2, 2020
Sagði meðleigundunum að það væri að koma reykur úr klósettinu pic.twitter.com/NvWDr0mSTF
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) May 2, 2020
Dóttir (6) gerði heiðarlega leit að The Incredibles 2 pic.twitter.com/xvS4FNDNmk
— Dagbjört Hákonardóttir (@dagbjort) May 2, 2020
Í dag sá ég gaur úti að skokka í gallabuxum og bara já ég er enn að hugsa um það.
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) May 1, 2020
Í kvöld labbaði ég á milli allra ofnana í íbúðinni og stillti hitann. Gáði líka hvort það þyrfti að hleypa lofti af þeim.
Við breytumst öll í foreldra okkar á endanum.
Ég er orðin faðir minn ???— Rannveig (@rannzig) May 1, 2020
Ef ég sendi þér hæ sæta 5 í nótt og þú ert sofandi ekki svara mér þegar þú vaknar. Skipið er siglt.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) May 1, 2020
pabbi elskar siggu beinteins.
búinn að vera svona í 45 min pic.twitter.com/SAjDMJcuaP— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) May 1, 2020
Vildi að ég gæti sagt mér árið 2010 hvernig 2020 yrði. pic.twitter.com/Kx5l2u08EN
— ?Heiðdís? (@BirtaHei) May 1, 2020
Fór einusinni á date-i í 107 sjoppuna á ægissíðu að ná í spólu og hafði ekki leigt þar í 2-3 ár og svo þegar við vorum búin að velja mynd sagði afgreiðslu daman að ég væri í skuld og ég sagði okok hvað skulda ég mikið og ég man ekki hvort hún sagði 1.5 eða 2.5 milljónir
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) May 1, 2020
Maður hefur auðvitað nóg fyrir stafni í þessu samkomubanni. Í dag gerði ég þessa fínu maísstjörnu en hún er ekki alveg fullkomin en maí er nú bara að byrja. Reyni aftur á morgun. pic.twitter.com/WVTjPAIyls
— Bragi og hópur kvenna (@bragakaffi) May 1, 2020
Steinn er aldrei 100% á því hvort að einn rólóvinur hans heiti Atlas eða Vatnsglas.
— Fanney (@fanneybenjamins) May 1, 2020
átti að fara í flug í dag en fékk allavega að vakna með barninu kl 05:30, smá flug stemmning í því
— Tómas (@tommisteindors) May 1, 2020
Komst að því að ég væri glasabarn þegar ég var svona 8 áraþví amma mín átti folald sem var “glasabarn” og mér fannst það svo skrítið, þannig amma ákvað bara að roasta mig á staðnum og tilkynna mér að ég væri ekkert skárri, enda sjálf glasabarn
— Rjómaostur (@thiccmjolk) May 1, 2020
Ég ætlaði að búa fallega um rúmið mitt eins og kaninn gerir en svo fattaði ég að ég á ekki átján kodda
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) May 1, 2020
Það byrjaði allt í einu einhver karlmaður að tala inni á baði hjá mér,, ég kíkti inn og á gólfinu lá talstöð strákanna minna og einhver að tala í gegnum hana ? eitt mesta creepy moment lífs míns
— Bryndís (@larrybird1312) April 30, 2020
Þegar ég var 16 àra þá fèkk èg mér tattú með vinkonu minni. Ekki flott. Í kvöld tilkynnti dóttir mín mér í einlægni að þegar èg dey þá ætlar hún að fá sér eins í minningu minni. Er það ekki týpískt að mín verði minnst fyrir þetta ljóta tattú sem lítur út eins og myndarammi?
— Viktoría Hermannsdóttir (@Viktoriaherm) April 30, 2020
Sonur (8) faðmaði mig áðan og sagði svo “þú lyktar eins og flugvöllur”. Ég verð líklega næstu árin að spá í hvað það þýðir #pabbatwitter
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) April 30, 2020
Getum við kannski verið sammála um að ríkið er ekki vont og skattar eru ekki ofbeldi, núna þegar við sjáum að í þessum heimsfaraldri treysta allir á að ríkið bjargi því sem bjargað verður?
— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) April 30, 2020
Ég er á þjóðveginum og get staðfest að hvít Tesla er hinn nýi hvíti Dacia Duster.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 30, 2020
Lækurinn er kominn aftur í Bankastrætið! Nature is healing ❤️ pic.twitter.com/jf0v6PZG4k
— María Guðjohnsen (@Mariatweetar) April 30, 2020
Ósanngjarnt að vera með unglingabólur OG húsnæðislán? pic.twitter.com/YVIxswbtwY
— Svala Hjörleifsdóttir (@svalalala) April 30, 2020
Ég og vinir mínir þegar við vorum 16 ára að stelast í volgan bjór og áfengisskáp foreldra okkar pic.twitter.com/v5iBXu9mdT
— Stefán Snær (@stefansnaer) April 30, 2020
Það var einn 5 ára að segja mér frá vonda karlinum í Harry Potter, honum Vondimort.?
Þetta er ábyggilega besta villain nafn sem til er— Ólöf Bjarki (@Olofantons) April 30, 2020
Ég: Eigum við að fara út?
Barn: Jáááá ??
Ég: Okei komdu þá í föt.
Barn: NEIIIIIIIIII ??Endurtakist 25.000 sinnum.
— Ólöf Ragnars (@olofragnars) April 30, 2020
Nú bara skil ég ekki neitt??
Af hverju mun dóttirin ekki keyra því hún er ólétt ?? pic.twitter.com/AQHF801Q1V
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 30, 2020
Aldrei má maður vera með? pic.twitter.com/LpwWb5SlOp
— Albert Ingason. (@Snjalli) April 29, 2020
Stelpur með áhugamál: Æ ég er bara eh að leika mér hehe
Strákar með áhugamál: STOFNA FYRIRTÆKI UTAN UM ÞETTA JAGAUR GRÆÐI PENING— Þorgerður María Þorbjarnardóttir (@stelpurofan) April 29, 2020