Ætlaði að fá mér 1-2 bjóra og vinna svolítið í kvöld, en fékk mér óvart hálfum bjór of mikið og er núna bara að horfa á Phil Collins live vídjó á YouTube.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) October 31, 2020
Ég þurfti að bruna úr bústaðnum í dag á neyðarmóttöku tannlækna og láta rífa úr mér jaxl vegna verkja.
Fékk þetta í verðlaun frá krökkunum mínum þegar ég kom til baka ❤️ pic.twitter.com/GPUMatQSJe
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 31, 2020
Þessi tíst koma öll úr svona síma. Það er loforð… pic.twitter.com/AM9A7Twt7A
— Óðinn Svan Óðinsson (@OdinnSvan) October 31, 2020
Ákvað að vera hermaður með stúdentspróf í tilefni Hrekkavöku. pic.twitter.com/E4n3mRcnZU
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 31, 2020
Inga nágrannakona á 1. hæð er að taka þessa Hrekkjavöku upp á næsta stig. Mér dauðbrá þegar ég kom heim í gær! pic.twitter.com/J3mYCXVsiG
— Stefán Hrafn Hagalín (@StefanHagalin) October 31, 2020
Er löglegt að myrða kæró fyrir að taka macro nærmynd af yfirvörinni á kærustu sinni í síðdegissól svo að það lýsi upp öll pínu ponsu ljósu hárin eins og maður sé með yfirvaraskegg?
Spyr fyrir vin— Karólína (@LadyLasholina) October 31, 2020
Maður verður að æfa sig þó að það sé Covid. pic.twitter.com/QdKxCLVRku
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 31, 2020
Ég er fullsáttur við að lama skólastarf og frysta atvinnulíf ef hægt er að tryggja að okkar bestu menn í boltanum geti haft það svolítið næs. Þeir eru örþreyttir eftir baráttu sína við *checks notes * VG og stjórnvöld, sem vanmeta ítrekað hvað Pepsideildin skiptir miklu máli.
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) October 31, 2020
Kósí laugardagur. Var að baka úr súrnum, Súrmundi. Á sama tíma er Rykmundur á fullu að ryksuga. Haha ég er bara ótrúlega góður í svona nöfnum. Kemur bara sjálfkrafa. Algjör Nafnmundur.
— gunnare (@gunnare) October 31, 2020
Ef maður nuddar rösklega á sér augun eftir að maður er búinn að bera á sig sterkt hitakrem einu sinni, er það eðlileg yfirsjón. Ef maður gerir það hins vegar aftur 5 mín. síðar, er maður hreinlega ekki næstum því eins vel gefinn og mann langar til að vera.
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) October 31, 2020
Tveggja metra reglan er tekin alla leið í Breiðholtinu. Reyndar tóku þeir fjögurra metra reglu King Mæk alvarlega líka. pic.twitter.com/PkOvNW0aGT
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 30, 2020
Ég að hella ólífuolíu á pizzuna sem ég mun baka í fyrsta matarboðinu heima hjá mér eftir covid og ykkur er öllum boðið. pic.twitter.com/JVGQdIFxEJ
— Daníel Ólafsson (@DanniDeluxe) October 30, 2020
Maðurinn minn: “Strákar sjáiði þetta er svona símaskrá og..”
8 ára sonur okkar: “Uh ég veit alveg hvað það er. Hef séð svoleiðis í Back to the future!” ??— Katrín Júlíusdóttir (@katrinjul) October 30, 2020
Eitthvað fólk á internetinu var að deila “skrítnum staðreyndum” um sjálft sig og ein stelpa sagðist vera svo flippuð að sofa aldrei í brjóstahaldara. Get ekki hætt að hugsa um þetta. Er í alvöru til fólk sem sefur í slíkum klæðnaði? ?
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) October 30, 2020
Ef við hefðum verið nógu skynsöm til að samþykkja áfengi í búðir, þá væri hægt að fá það núna heimsent með mjólkinni og klósettpappírnum í stað þess að bíða í röð upp Ármúlann.
— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) October 30, 2020
Þórólfur sóttvarnarlæknir varð 67 ára í fyrradag, það hefði verið gott grín ef hann hefði verið bara „JÆJA KOMINN Á ALDUR, GANGI YKKUR VEL“ og labbað út
— Tinna, öfgafemínisti ? (@tinnaharalds) October 30, 2020
Ég er kominn með squat rekka upp í bílskúr, allir tímarnir eru í gegnum zoom og ég hitti strákana í counter strike. Ég ætla aldrei aftur út úr húsi
— Siffi (@SiffiG) October 30, 2020
Fyrir 4 árum fór ég í legnám og í verkjalyfjavímu daginn eftir keypti èg mér, á netinu, svona skó nema fjólubláa.
Ég mundi svo ekki eftir því þegar ég fékk þá afhenta en ég augljóslega ætlaði mér útí stripp eða vændi þennan dag, leglaus. pic.twitter.com/ecayIKyzaP— Margrét Gauja (@MargretGauja) October 30, 2020
Vinkona: „Mér finnst það fáránleg regla að það megi bara sofa hjá 3 í sömu hljómsveit! Ég læt bara líða smá tíma á milli ef þetta er eitthvað tens lið“
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) October 30, 2020
EN PARTÝBÚÐIN VERÐUR HÚN EKKI OPIN ÁFRAM?
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 30, 2020
Já, ég er með spurningu fyrir Ölmu. Hafa heilsufarslegar afleiðingar þess að borða tvær samlokur í grilli og pítusósu daglega í tvo mánuði verið kannaðar?
— Atli Fannar (@atlifannar) October 30, 2020
Jón Jónsson kominn í vitleysu? pic.twitter.com/LSkRSvXjaZ
— Hafþór Óli (@HaffiO) October 30, 2020
Fréttir: “Lanspítalinn er kominn á neyðarstig”
Ég: “Nú, er hann ekki lengur við Barónsstíg”
Samferðarmenn: “……”
Endurtakist í sífellu!
— Helgi Seljan (@helgiseljan) October 30, 2020
Ekkert er betra til að vekja mann almennilega á morgnana en þegar yngsta barnið fær að vera bleyjulaust í smástund og nýtir tækifærið til að skíta á eldhúsgólfið.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) October 30, 2020
Ein 10 ára: „Ég vildi að ég gæti bara skrollað yfir nóttina. Ég er svo spennt fyrir morgundeginum.“
Elska breytingar á frösum í takt við aukna tækni ?
— Fyrsta Valkyrja© Íslands (@BrynhildurYrsa) October 29, 2020