Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá helgina.
Ef einhver þarna úti kannast við þetta fólk má benda þeim á að þau eru að dæla myndum úr selfieklefanum í vitlaust símanúmer. pic.twitter.com/U5YQION2co
— Tómas Árni Ómarsson (@TomasArni) May 30, 2020
Ég, sem hef aldrei í lífi mínu borðað í svefni, sofnaði með Airpods í eyrunum og vaknaði upp við það í morgun að ég var að tyggja þau. Þetta var ekki ein af þeim fjölmörgu leiðum sem ég sá fyrir mér að ég myndi valda þeim skaða.
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) May 30, 2020
Kæró að horfa á Teletubbies í fyrsta skipti. Hann spyr mig hvort Teletubbies séu kallaðir Teletubbies af því þeir eru með sjónvarp á sér og ég er
MINDBLOWN
MINDBLOWN SEGI ÉG!!!!!
??????????
Vita þetta allir??— Elva Ágústsdóttir (@ElvaAgusts) May 30, 2020
Nú sit ég á Ölverk og drekk bjór með jarðarberja og lakkrísbragði og læt hugann reika til mannsins sem ég sá á bílastæði vínbúðarinnar í Hveragerði áðan. Hann var að hlaða í hjólhýsið sitt bjór, tveir kassar af Slots og tveir af Saku. Raunhagkerfið í sinni bestu mynd.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) May 30, 2020
Lúkkið á Begga í Sóldögg í gegnum tíðina byggir á hinum einföldu og eilífu sannindum að þú breytir ekki vinningsliði. pic.twitter.com/B5cTjydSNS
— Árni Helgason (@arnih) May 29, 2020
Er uppí bústað að horfa á Írafár í línulegri dagsskrá, var að borða glútenlausa ketopizzu og er að drekka hvítvín úr belju. Sæl ég heiti Hafþór og er 47 ára gamall millistjórnandi úr ártúninu.
— Hafþór Óli (@HaffiO) May 29, 2020
Það er Saga á bakvið þetta pic.twitter.com/teP7hD3iLm
— Magnús Karl (@magnuskarl44) May 29, 2020
Takk JC fyrir þessa 3 daga helgi. Finnst persónulega að Steindi og fleiri sem þola þig ekki ættu að mæta í vinnu á mánudaginn! #JesusIsKing
— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 29, 2020
Hannes minn fór í Levi’s búðina í Smáralind og spurði afgreiðslumanninn sem hann kannaðist í glensi við hvort hann gæti fengið Kára-skyrtu. Það voru bara tvær eftir. Hann hafði á einum degi selt tíu slíkar og eru þær einfaldlega kallaðar ,,Kári”.
— Karen Kjartansdottir (@karenkjartansd) May 29, 2020
Það eru tvær týpur af fólki… pic.twitter.com/ijdidCbnRC
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) May 29, 2020
Life hack: Taktu með þér vasapela á MR útskrift og fáðu þér sopa í hvert skipti sem þú heyrir eitthvað á latnesku
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) May 29, 2020
Ég var nýskriðinn fram úr rúminu í morgun, á nærbuxunum einum fata þegar 6 ára dóttir mín bauðst til að segja mér brandara. Keyptu þér brjóstahaldara sagði hún svo. Ég greip um menboobs-in mín, þurrkaði tárin og skammaði hana fyrir að vera ónærgætin.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) May 29, 2020
Pælið í því ef Kári stef myndi turn to the dark side, við værum fokkt, hver ætti að bjarga okkur? Stjörnu Sævar?
— Steindi Jr. (@SteindiJR) May 28, 2020
Getur Kári Stef plís hagað sér aðeins meira eins og 10 ára stelpa? Verið kurteis, smá lífsglaður og jafnvel náð stjórn á eigin tilfinningum?
— Una Hildardóttir (@hildardottir) May 28, 2020
Algjört man walks away from explosion göngulag á honum Kára mínum pic.twitter.com/KKcB62DIvV
— María Björk (@baragrin) May 28, 2020
Er þetta ekki sama ferlið og þegar skimunin byrjaði? Kerfið er með eitthvað jargon og vesen, Kári brjálast og segist ekki munu hjálpa, svo er hann beðinn fallega og þá er hann til. Vel spilað, verður miklu meira úr mómentinu. Ætla að nálgast uppvaskið í kvöld nákvæmlega svona. pic.twitter.com/FYhJmOlHmF
— Árni Helgason (@arnih) May 28, 2020
Haraldur pólfari og Fjölnir bólfari. pic.twitter.com/2JF6o9eIda
— Bragi og hópur kvenna (@bragakaffi) May 28, 2020
+
Dóttir: „Mamma manstu þegar þú varst beðin um að vera dómari í The Voice?“
Ég: „Ha? Nei það gerðist aldrei“
Dóttir: „Jú þú fékkst bréf þar sem þér var boðið að vera dómari“
Ég: „Ég fékk bréf þar sem mér var boðin áskrift að Sjónvarpi Símans til að horfa á þættina“
Dóttir: „Ó“— Fyrsta Valkyrja© Íslands (@BrynhildurYrsa) May 27, 2020
Ég er að fara að vera landvörður á Hornströndum í tvo mánuði sumar og veit ekki hvort ég sé spenntari fyrir átthaga útiverunni eða því að fá að borða núðlur, popp, pakka-tómatsúpu og maískex með hnetusmjöri í öll mál án þess að nokkur geti gert athugasemd við það. ????
— Brynja Huld Oskarsdottir (@BrynjaHuld) May 27, 2020