Nútíminn tók saman þau nokkur af bestum tístum vikunnar á Twitter.
Okey snilld. Miðað við Instagram story rúnt þessa sunnudagsmorguns þá er samkomubann búið og það þarf ekkert að pæla i tveggja metra reglunni eða neitt. Jibbíkóla.
I swear to god ef hlutir fara illa og allt eyðileggst þá mun ég kveikja í húsunum ykkar. Virðið fokking reglurnar
— Jón Már (@jonmisere) April 19, 2020
Ég kynntist frúnni í kommentakerfinu. Við kommentuðum “er þetta frett???” á sama tíma. Bauð henni svo í bjúgu og baunir, og nú erum við hér. ❤️
— Siffi (@SiffiG) April 18, 2020
Svipurinn á vinum minum þegar ég segi þeim frá gæjanum sem ég er skotin í. Aftur. pic.twitter.com/4weMMxO3OR
— ?Heiðdís? (@BirtaHei) April 18, 2020
???:„Ættum við ekki að fá faglærðan ljósmyndara í þetta?”
??:„Nei, blessuð vertu! Ég er með gleiðlinsuna með mér.” pic.twitter.com/AIhfF08jOK— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 18, 2020
Finnst @GummiBen kannski smá aumingi en veit ekki með að hann eigi heima í fangelsi! pic.twitter.com/Day9KEksQ1
— Auðunn Blöndal (@Auddib) April 18, 2020
ekkert er jafn innilega ömurlega hallærislegt og að nota gleraugu þegar það rignir pic.twitter.com/CnMMAnwnzQ
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) April 18, 2020
Ég elska færeysku vol. 3000 ? pic.twitter.com/SDjbqALept
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) April 18, 2020
Ferðumst innanhúss, er líklega alleiðinlegasta slagorð sem fundið hefur verið upp
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) April 18, 2020
Úr minningargrein. pic.twitter.com/TMHuXuP7CL
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) April 18, 2020
Ég (ekki stigið fæti inn í líkamsræktarstöð í u.þ.b. 10 ár) SKIL EKKI að ég sé ekki orðin mössuð eftir þessar 6 heimæfingar sem ég hef gert á síðastliðnum 4 vikum
— Steinunn Bragadóttir (@steinunnbragad) April 18, 2020
hræðilegt að vakna með barninu kl 06:15 og föstudagmunchið er ennþá á stofuborðinu, þrjár kókosbollur lágu í valnum fyrir kl 7
— Tómas (@tommisteindors) April 18, 2020
Það kannast allir við að finna þúsundkall í gömlu veski, það er GEGGJUÐ tilfinning. Konan mín var að finna ÞRJÚ HUNDRUÐ OG FIMMTÍU DOLLARA í vasa á jakka sem hún hefur ekki notað síðan í fyrra. Hvernig er þetta hægt? Hvernig gleymir maður $350? Hver er þessi kona eiginlega!? ?
— Björn Ingi hjá Viljanum (@HaukurBragason) April 17, 2020
Það merkilegasta við þetta atriði er að þetta er baðkarið úr jóladagatalinu „Á baðkari til Betlehem“ #vikan pic.twitter.com/2dot4JEnAv
— Emmsjé (@emmsjegauti) April 17, 2020
“Afhverju ertu með svona fjólublátt undir augunum?” – barnið sem hefur haldið fyrir mér vöku undanfarnar nætur
— Helga Ólafsdóttir (@helgaolafs) April 17, 2020
Social distancing ævintýri fyrir þriggja ára ? Þau þekkjast ekki en eru svona að kynnast, hann sýnir henni dótabíl og hún veifar ☺️ pic.twitter.com/4riMrn7h4q
— Nína Richter (@Kisumamma) April 17, 2020
Varð vitni að alveg dýrðlegum samningi í gær milli pabba og sonar sem vildi vera úti að leika.
Sonur: en hálftími er ekki nóóóg
Pabbi: ókei en 30 mínútur?
S: hvað eru það margar mínútur?
P: þrjátíu
S: ?.. já það er nóg!!Vel spilað pabbi.
— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) April 17, 2020
Sextugur maður í sóttkví starter pack pic.twitter.com/TzTlrgYIdR
— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) April 17, 2020
Ferðast innanhúss? Ekkert mál Víðir minn! pic.twitter.com/gCkMKjJlkr
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) April 17, 2020
Google, hversu oft á að vökva þessa plöntu?
-Ekki of sjaldan
Ok, en hversu oft?
-Ekki of oft
Hversu oft er of oft?
-Þegar tíðnin er of há
Wtf bitch, hversu mikið vatn þarf hún?
-Svona mátulegt
Hvað er mátulegt?
-Ekki of mikið, ekki of lítið
…
-minna á veturna en á sumrin
?
-?— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) April 17, 2020
Hvenær fór kakó frá því að vera beisik sull sem maður hellti í sig eftir skóla með matarkexi yfir í eitthvað hippa galdraseiði sem á að lækna öll mein?
— Þorvaldur S. Helgason (@dullurass) April 17, 2020
Spurði vinkonu mína hvort hún vildi horfa á raunveruleikaþátt og hún spurði hvort svoleiðis þættir snerust ekki bara um morð.
Ég veit ekki hvaða snarbiluðu raunveruleikaþætti hún hefur séð.
— Hulda Vigdísar (@huldavist) April 17, 2020
Úff þarf að finna þann sem er að hengja þessa passive agressive miða upp hérna á skrifstofunni. Þetta er að drepa móralinn pic.twitter.com/BtIRYXdQWd
— gunnare (@gunnare) April 17, 2020
Var að lesa Völvuna 2020. Afhverju fannst henni ekki tilefni til að nefna COVID-19 en finnst tilefni til að nefna það að @johanneshaukur þarf að passa að festast ekki í neinu sérstöku hjólfari. Með fullri virðingu fyrir Jóa, þá finnst mér forgangsröðun Völvunnar eitthvað skrítin
— Simmi Vil (@simmivil) April 16, 2020
Sambýlismaður minn: „Einhver hefur ekki sett nýjan ruslapoka“
„Hvaða kassi er þetta, einhver hefur ekki flokkað rétt“
„Einhver kláraði allt snakkið“.
Við höfum ekki hitt neinn nema hvort annað í mánuð.
Ég er þessi einhver.— Tinna Ólafsdóttir (@tinnaol) April 16, 2020
Hvernig eruð þið að bregðast við því þegar fb vinir ykkar pósta í ,,syngjum veiruna í burtu”? Eruði að eyða þeim eða eyða þeim og blocka?
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) April 16, 2020
Benti konunni á það áðan hvað maður hefur róast eftir að maður varð pabbi. Hef ekki farið í bæinn í nokkrar vikur!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) April 16, 2020
Mesta bull í heimi er þegar fólk er eh “ég drekk ekki gos, mér finnst gos vont ?” nei gos er ekki vont! Þetta er sykraður fizzy drykkur sem öllum finnst gott og þú ert ekki betri manneskja fyrir að finnast gos vont!!!! Er þetta hot take eða
— Una Geirdís (@UnaGeirdis) April 16, 2020