Nútíminn tók saman þau „tíst“ sem slegið hafa í gegn á Twitter síðustu viku.
Á Íslandi er að alast upp heil kynslóð leikskólabarna sem heldur að Bjarni Ben sé konsertpíanisti
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) February 9, 2020
frúin að senda mér þessa jæja maður sefur þá bara einn í nótt pic.twitter.com/XwmXWxas9i
— Tómas (@tommisteindors) February 9, 2020
Sonur minn var að tala uppúr svefni:
“Ef þú fretar einu sinni enn… þú veist hvað gerist…
(5-6 sekúndur líða)
…ég kála þér.”
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 8, 2020
Stundum, á mínum yngri árum, tók ég rútuna til Reykjavíkur frá Stokkseyri og alltaf þegar ég kom aftur heim þá leið mér nákvæmlega eins og mér leið í kvöld þegar ég skipti yfir á íslensku sönglagakeppnina eftir að hafa horft á Melodifestivalen.
— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) February 8, 2020
Bjarni Ben að spila á Píanó í Söngvakeppninni er mest psycho content sem ég hef séð
— salka gullbrá (@salkagullbra) February 8, 2020
Mér finnst ég ekki nógu oft rifja upp þá staðreynd að sjoppustarfsmenn sem nenntu ekki telja, voru mikilvægustu einstaklingar ákveðins hluta æsku minnar. Ekki gleyma því Helgi.
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) February 8, 2020
Hörður ætlar að nudda á mér fæturna í kvöld. Ég er svo spennt! Búin að suða um fótanudd í 13 ár. Draumar rætast!
— Svala Hjörleifsdóttir (@svalalala) February 8, 2020
Jú, henti mér í sund á Selfossi með peyjanum í dag, hitti rakarann ofc, og skelltum okkur á Huppu eftir sundið einsog maður gerir. Pantaði einn ref í take-away fyrir Tönju sem var uppí bústað og bað afgreiðsludömuna að plasta fyrir mig refinn og þetta var útkoman àn gríns. pic.twitter.com/QGcYKAcozI
— Magnus Thorir (@MagnusThorir) February 8, 2020
Ég prumpaði frekar vondri lykt áðan. Dóttir mín, þessi sem ég kallaði Ágúst í gær, þefaði og sagði „þú þarft nýjar nærbuxur, pabbi“. Hún verður þriggja ára í maí.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) February 8, 2020
ef þú heyrir háværan skell á almenningsklósetti þá er það einhver upper middle class náungi sem er alltof vanur hæglokandi klósettsetum
— Glæný Björg (@BjorgSteinunn) February 8, 2020
Er með æskuvini í sleepover um helgina (þeir búa út á landi). Verðum fertugir á árinu.
— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) February 8, 2020
Kötturinn minn er í mömmuleik með rottubangsana sína ??? pic.twitter.com/MvXnMKhDUt
— ✋Handrea Björk? (@svefngalsi) February 8, 2020
Unga fólkið hefur það of gott.
Ég man þá tíð að maður beið við útvarpið tilbúin að taka upp lag á kassettu í nokkra klukkutíma… og svo kom lagið og helvítis útvarpsmaðurinn talar svo í lok lagsins og eyðileggur allt.
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) February 8, 2020
Í gær eyðilagðist síminn minn og tölvan virkar ekki. Eðlilega gerði ég ráð fyrir að allt heitasta fólk Íslands væri að senda mér skilaboð.
Skaust yfir til nágranna minna til að tékka og þú veist, bara takk, graði sextugi kall í Hafnarfirði, fyrir að gleyma mér ekki…— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) February 8, 2020
Eitthvað segir mér að sameining Póstsins og Sorpu yrði gæfuspor.
Pósturinn kemur með ruslpóstinn. Setur hann beint í tunnuna og tæmir hana svo.— Hjalti Harðarson (@hhardarson) February 8, 2020
úff var í strætó í dag og það var einhver huge gaur sem færði sig til að sitja beint fyrir aftan par sem var að kyssast og svo byrjaði hann að taka myndir og reyndi að þefa af þeim meðan hann stundi og svitnaði ógeðslega mikið
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) February 7, 2020
Það var ekki til mjólk hjá mömmu í dag svo hún setti bara Baileys í kaffið sitt
— Björn Leó (@Bjornleo) February 7, 2020
Sá auglýsingu fyrir Krónuna og ég sagði upphátt “Ég elska Krónuna”
Fattaði svo að ég á uppáhalds matvöruverslun og hef ákveðið að fleygja mér niður af Esjunni fyrir að vera leiðinlegasta manneskja í heimi.— Bríet (@thvengur) February 7, 2020
Brunakerfi á Glerártorgi fór í gang. Vélræn rödd bað fólk að halda ró og fara út. Afgeiðslufólk kallaði upp næstu nr í röðinni, hækkaði róminn bara smá til að yfirgnæfa kerfið. Þögult samkomulag allra í húsinu um að hunsa ástandið er það íslenskasta sem ég hef upplifað lengi ?
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 7, 2020
Æfing dagsins var stutt. Fór með vinkonu sem spurði eftir nokkrar kálfa- og magaæfingar hvort við yrðum ekki of massaðar ef við gerðum meira. Þar sem hún er hjúkrunarfr. þá veit hún vel að við erum í sérstökum áhættuhópi hvað vöðvamassa varðar, verandi miðaldra konur.
— Margrét (@MargretVaff) February 7, 2020
þegar þú ert að fara að panta mat hjá Gleðipinnum og manneskjan í símanum svarar „Foodco góðan dag“ pic.twitter.com/8bBINHIzDy
— Olé! (@olitje) February 7, 2020
Tengdó sem ólst upp á moldargólfi og borðaði soðin hrossabein á jólunum finnst harmrænt að ég þurfi að taka strætó.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) February 7, 2020
Einu sinni vaknaði ég og fór inn í stofu og spurði minn þáverandi hvort hann þyrfti að vinna í þessu lokaverkefni sínu í tónsmíðum í LHÍ svona eldsnemma um morgun.
Þetta voru svo bara læti í steypuviðgerðarmönnum sem voru að vinna í húsinu.
Við erum ekki lengur saman í dag
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) February 7, 2020
Ég var að væla í mömmu um hversu mikið ég hata pilluna og langaði að prófa koparlykkjuna eða e-h annað í staðinn sem gerir mig ekki geðveika.. Þá stingur hún uppá annari getnaðarvörn fyrir mig, skírlífi… thanks mom
— Valgerður Agla (@valgerdursvagla) February 6, 2020
Góð grein hjá Teit í dag. Sem og 2013 pic.twitter.com/60D2Ay8gYY
— Hilmar Örn Kárason (@Hilmarorn) February 6, 2020
Kærasti minn er með svo mikið male confidence að hann fékk lánað hjá mér selló, hljófæri sem hann kann ekki á, og ætlar að spila á það í verki á safnanótt.
— Margrét Arna (@margretviktors) February 6, 2020