Nútíminn tók saman nokkur af þeim tístum sem slegið hafa í gegn á Twitter síðustu daga.
Þegar við erum í beinni útsendingu að spyrja fólk á tjaldstæðum hvort hundurinn þeirra sé líkari mömmu eða pabba sínum , er það ekki ágætis ástæða og tímapunktur til að slaufa þessu kosningarsjónvarpi ?
— G. Orri Rósenkranz (@OrriRosenkranz) June 27, 2020
Ég ætla að láta tattúvera þetta kosningasjónvarpsmóment á bakið á mér. pic.twitter.com/ZwHncBijPF
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) June 27, 2020
uff fimm útskriftarveislur í kvöld á eftir að vera með svona 10 missed call frá víði á mrg
— ?? óskar steinn ?? (@oskasteinn) June 27, 2020
„Einkanúmerabúðin góðan dag.“
„Já, góðan dag, ég er formaður ADHD samtakanna og okkur vantar einkanúmer á bílinn okkar.“
„Já, hvað á að standa?“
„A“
„Já“
„D“
„Jebb“
„H“
„Ok“
„??“
„…?“
„?“
„E-ð fleira?“
„??“
„Er þetta komið?“
„Uhhh, já já“
„Flott, klárt á mánudag!“ pic.twitter.com/wiTtMhRmTf— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) June 27, 2020
Hversu fyndið væri að gefa nútíma unglingum early 90s heimabakaða pizzu. Þykkt brauð, Libby’s tómatsósa, kíló af nautahakki og kíló af osti. Mögulega smá þurrkað óreganó f sælkera. Unglingar í dag bara: “mamma, það eru engir San marzano tómatar, oooojj, er þetta krakkaostur!”
— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2020
Það er ástæða til að óska Akureyringum til hamingju með þessa ótrúlegu kjörsókn, sem skv. þessari frétt hlýtur að vera framar björtustu vonum. pic.twitter.com/b3f3D3yso4
— Reykjavík (@reykjavik) June 27, 2020
Ég sit á Hlemmi. Roðnaði og byrjaði að flissa þegar tveir spaðar bentu í áttina að mér og sögðu: „Þessi er sko hugguleg“
Svo kom í ljós að þeir voru að tala um borðplötuna— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) June 27, 2020
Einlæg spurning: Mun ég, sem Júró nörd og besserwisser geta notið Eurovision-myndarinnar eða mun ég fá einhvers konar besserwisser-útbrot eða jafnvel -krampa?
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) June 27, 2020
Heyrðu já það var líklega ég sem missti snuðið ofan i þessa hundaælu síðasta þriðjudag, sæki það á morgun. Takk fyrir að láta mig vita. pic.twitter.com/3Ixwp15Jgo
— Steindi Jr. (@SteindiJR) June 27, 2020
Ég: Góða nótt, snúðurinn minn, sofðu vel, ég elska þig. Viltu meira knús?
Ú. 8 ára: Uuu, ég veit ekki alveg hvernig ég get sagt þetta fallega, en geturðu nokkuð farið? Ég er svo þreyttur.Gefandi þetta foreldragigg, ekki satt?
— Urður Snædal (@urdurs) June 26, 2020
Félagi minn var að hringja í mig og hneykslast á því að hans fyrrverandi væri strax komin á Tinder.
Eftir smá samræður spurði ég hann hver hefði sagt honum frá því að hún væri þar inni.
Enginn svaraði hann…
Hann sá það bara sjálfur á sínu Tinder…….
— Albert Ingason. (@Snjalli) June 26, 2020
Þegar þú þarft að eyða afmælisdeginum þínum með Guðmundi Franklín pic.twitter.com/3T5zrEXuMM
— María Björk (@baragrin) June 26, 2020
Ok. I þessari Eurovision mynd eru bara allir að drekka Tuborg árið 1973 á Húsavík. Bjórbannið. Halló.
— Gummi (@gudmundursn) June 26, 2020
Gleymdi að slökkva á myndavélinni á fundi og sendi því út leiðinlegasta þátt af Real Houswives of Hafnarfjörður þar sem 117 evrópskir kollegar fylgdust með mér brjóta saman þvott, taka til í nærbuxnaskúffunni minni og borða plokkfisk. Er óglatt núna, þarf stífan drykk.
— Sigrún Ólafsdóttir (@sigrunol) June 26, 2020
Neyðist til að slíta þessari sambúð. Vesen svona um hásumar en hvað getur maður gert? #siðblinda pic.twitter.com/ziJjykaJpB
— Fanney Birna (@fanneybj) June 26, 2020