Ég var að svæfa dóttur mína 4 ára í kvöld sem var smá bras:
Ég: „Jæja Dimma nú verðuru að fara að sofa.“
Dóttir: „Afhverju verð ég að fara að sofa?“
Ég: „Útaf Covid.“
Dóttir: „Já ok góða nótt pabbi.“
Tekin.
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) September 12, 2020
Fyrsti strákurinn sem ég fór í sleik við var einmitt breskur fótboltastrákur að nafni Phil árið 2003 á ReyCup. Seinna sama kvöld fór ég svo reyndar í annan sleikinn, þá við vin hans Sam. Ég hélt þeir væru s.s. sami náunginn; þangað til ég sá þá svo saman. Ég er mjög ómannglögg.
— Eva Pandora (@evapanpandora) September 12, 2020
Þessi bylting hjá Bielsa felst s.s í því að signa bara leikmenn sem annars væru að vinna á Joe and the Juice? pic.twitter.com/j4yVz90wfq
— Jói Skúli (@joiskuli10) September 12, 2020
Þekkir unga fólkið í dag Sælir Nilli ég er að banga chicks?
— Dagbjört Hákonardóttir (@dagbjort) September 11, 2020
8 ára dóttir mín byrjaði að æfa körfu með KR í vikunni. Tvö missed calls frá Val í dag.
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) September 11, 2020
Allir viðmælendur: Ég var að gera hitt og þetta og bla bla ..
Sölvi Tryggva: Ég gerði heimildamyndina um fótboltalandsliðið
Viðmælendur: Svo var eitthvað eitthvað annað í gangi hjá mér
Sölvi Tryggva: Já, nákvæmlega eins og þegar ég gerði heimildamyndina um fótboltalandsliðið
— Ásgeir Halldórsson (@asgeir86) September 11, 2020
Ha Facebook? Langar mig að vera admin að grúppu yfir gæsun sem ég mætti ekki í árið 2012.
Já.— Nína Richter (@Kisumamma) September 11, 2020
Ef börnin frétta einhverntíman hversu mikið nammi ég borðaði, án þeirra vitneskju, á meðan þau sváfu, munu þau aldrei heimsækja mig á elliheimilið.
— Bragi Páll (@BragiPall) September 10, 2020
Dóttir mín er að hætta í fimleikum. Er þar af leiðandi með töluvert lausafé sem ég þarf að ráðstafa. Veit einhver um góða Teslu eða litla íbúð til sölu?
— Hildur Karen (@HildurKarenSv) September 10, 2020
Einu sinni kom strákur sem á ríka foreldra heim til mín.Milli ríðinga fór hann að segja mér hvernig hann væri að gera upp nýju íbúðina sína. Hikaði svo allt í einu,leit í kringum sig og sagði:“Það er samt allt í lagi að hafa bara allt svona úr Góða Hirðinum. Þúst…umhverfisvænt“
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) September 10, 2020
Rán, búin að vera í símanum við ömmu sína í 20 mín: Jæja nú nenni ég ekki að tala lengur um ekki neitt bæ.
Samtalstækni sem ég mun nýta mér óspart í framtíðinni.
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) September 9, 2020
Eftir 4 ár í starfi á b5 get ég staðfest að öll erum við einu sinni stelpurnar á hótelherberginu.
— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) September 8, 2020
Það eru karlar í gulum vinnugöllum að vinna í stillönsum beint fyrir utan gluggann á skrifstofunni og ég hef aldrei lagt eins hart að mér við að þykjast vera alvöru rithöfundur sem tekur starf sitt alvarlega.
— Björn Halldórsson (@bjornhalldors) September 8, 2020
Í þau skipti sem ég hef verið svæfð þá vakna ég sem Tralli trúður í öll skiptin. Bulla allskonar og man síðan ekki neitt. Var skorin á föstudaginn og sé núna í inboxinu mínu að ég var seinna um daginn að þakka fegurðardrottningum á IG fyrir að vera innblástur og standa sig vel.
— Nína Richter (@Kisumamma) September 6, 2020
Áhugaverður íslenskur arkitektúr: Tvöfaldur bílskúr í forgrunni og húsið kúrir á bakvið. pic.twitter.com/bnAZ42dbUg
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) September 6, 2020