Í gær byrjaði kona samtal við mig á:
“ég vil ekki vera leiðinleg, en…”
Löng saga stutt, þessi kona var mjög leiðinleg.
— Hildur Karen (@HildurKarenSv) August 23, 2020
Þetta er spurning um heildarlook pic.twitter.com/Fi4alYYpY9
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) August 21, 2020
var að borða smá ost á veitingastað í gær þegar það kom ókunnugur maður að borðinu og skipaði mér að kyngja bitanum (hann þurfti að tala við mig). hef virkilega gaman að svona ákveðni í samskiptum.
— Berglind Festival (@ergblind) August 21, 2020
Í Madrid kynntist ég gaur sem vann sem barþjónn á Benidorm í kringum 1990. Hann kunni margar sögur af íslenskum túristum. Kallaði það að vera “íslenskur” ef einhver var hauslaus af ölvun. Þetta rifjast alltaf upp fyrir mér þegar ég heyri fólk kvarta yfir hegðun ferðamanna hér.
— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) August 20, 2020
Hvað gerist ef Starship Enterprise er opið í báða enda?
Það myndast startrekkur.
— ????? ?????? (@egillhardar) August 20, 2020
Fólk á RÚV elskar að nota orðið „kófið“. Það alveg ískrar í þeim af spenningi yfir að vera svona sniðug í íslensku og það fylgir m.a.s. oft svona örstutt þögn, eins og þau séu kannski að bíða eftir smá fangaðarlátum eða vilji gefa fólki tækifæri til að jafna sig á þessari snilld
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) August 20, 2020
Ég er frekar spenntur fyrir þessu nýja réttardrama á RÚV pic.twitter.com/B7NuxVZkVv
— Agnar Tr. Lemacks (@agnartr) August 20, 2020
Þessa dagana er ég alltaf að fá svo óþægilega drauma um að Metallica sé að suða í mér að koma og vera rótari eða rútubílstjóri hjá sér og vakna alltaf með dúndrandi samviksubit.
Ég vil alveg hjálpa, vorkenni þeim alveg smá, gamlir menn og svona, ég er ekki einu sinni með bílpróf— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) August 19, 2020
Nýjar pikkuplínur:
1. Förum heim til mín og brjótum tveggja metra regluna.
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) August 19, 2020
Hvernig getur það verið að kærastinn minn muni varla hvað hann heitir eða hvar neitt er en geti samt þulið upp atburðarásina í a.m.k. 5 tónlistarmyndböndum með Írafár?
— Birta (@birtasvavars) August 18, 2020
Vinur minn: „ugh, tennurnar í mér eru svo ógeðslegar“
Ég: „það eru til alskonar tannkrem og eitthvað til að gera þær hvítari.“
Vinur minn: „Ég var nú að tala um hvað þær eru skakkar.. En flott. Gott að vita að þær eru líka brúnar“— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) August 17, 2020
Var í sundi í gær og sá mann koma úr sturtu, taka handklæðið sitt úr rekkanum, opna Sómasamloku sem hann hafði rúllað upp í handklæðið og borða hana með bestu lyst með annarri hönd og þurrka sér með hinni. Þessi maður er snillingur eða hálfviti og ég veit ekki hvort.
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) August 17, 2020
Gott að ráðherra hafi fengið langþráðan frídag í gær eftir að hafa varið öllum júlímánuði í að ferðast um landið. pic.twitter.com/fPm3n3JbvF
— ?? óskar steinn ?? (@oskasteinn) August 16, 2020
Systir mín var að segja mér frá viðskiptavini á kaffihúsinu þar sem hún er að vinna sem skellti bara nokkrum pumpum af spritti í kaffið sitt eins og ekkert væri sjálfssagðara. Sumir höndla einfaldlega þennan faraldur betur en aðrir.
— Þorvaldur S. Helgason (@dullurass) August 16, 2020
Ég, klukkan 06:30, að snúa til baka inn í svefnherbergi eftir að hafa séð um bleiuskiptin á þriggja mánaða dóttur okkar pic.twitter.com/DCKIyi7LeB
— Stefán Snær (@stefansnaer) August 16, 2020