Hreinleikastatus híbýla barnafjölskyldu á venjulegum degi:
07:00 – Fínt
08:00 – Drasl
17:30 – Úffff
19:30 – Eins og æfingahúsnæði blackmetal-hljómsveitar þar sem allir meðlimir eru í mjög stífri neyslu, stunda dýrafórnir og þjást af krónískum frussuniðurgangi.
21:00 – Fínt
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) September 20, 2020
Íslenska þjóðins sem almannavörn þegar það kemur loksins Fössari pic.twitter.com/g28mRfOFtx
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) September 20, 2020
Elska hvað það er mikið af fólki á internetinu í kvöld að spyrja um sjónvarpsefni af því að veðrið er svo vont. Alls ekki af því að það er lokað á barnum.
— Hildur ♀ (@hillldur) September 19, 2020
fór í bakarí áðan. Sonur minn (þriggja ára) fór með og heimtaði að vera í kisubúning. Stúlkan í bakaríinu brosti til hans og spurði: “Ert þú svona fín kisa?”
Hann svaraði: “Pabbi minn er með Covid”
Ég er samt ekki með covid.— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) September 19, 2020
Er karókí-mækinn á Irishman Pub þá íslenska útgáfan af Ischgl-flautunni?
— Árni Helgason (@arnih) September 18, 2020
Eruði að segja mér það að karlmenn fá auka tilgangslausan vasa sem þeir nota aldrei á meðan kvenfólk fær aldrei vasa á neitt??????? Rude https://t.co/0z8d1Ui8U7
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) September 18, 2020
Seint mun ég hætta að furða mig á hvað gallabuxur verða alltaf óþægilegar um leið og komið er inn fyrir þröskuld eigin heimilis.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) September 18, 2020
Eins og vanalega falla einstæðir feður í Reykjavík milli þilja í kerfinu: pic.twitter.com/zXKsAKBj1x
— Þórður (@doddeh) September 17, 2020
Lausaganga manna í barbour jökkum, með airpods á rafmagnshlaupahjólum í miðbæ Reykjavíkur hefur rokið upp úr öllu valdi
— Vala Jónsdóttir (@valawaldorf) September 17, 2020
Ég vann 520 krónur. Það var ekki það sem ég meinti… https://t.co/GP7i4ubf5H
— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) September 17, 2020
Samtal á málfræðiheimilinu:
Foreldri: Er ekki „y“ í systir?
Barn: Nei. Ekki lengur.1-0 fyrir unga fólkinu.
— Líf Magneudóttir (@lifmagn) September 16, 2020
Ég dáist svo að fólki sem deitar. Það er svakaleg áhætta. Leiðinlegustu sögur sem ég hef heyrt um ævina hef ég heyrt á deitum.
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) September 15, 2020
“Mamma mín er læknir og hún á fullt af dóti til að drepa ykkur!” – ca. 10 ára stelpa að rífja kjaft við eldri stráka fyrir utan húsið mitt fyrr í kvöld.
— Theódóra (@Skoffin) September 15, 2020
Ég veit að þetta eru mjög fansí bílar og allt, en lógóið þeirra er samt alltaf getnaðarvarnarlykkjan. pic.twitter.com/5qlqLSRyT0
— Unnur Margrét (@unnurmargret) September 14, 2020
Appreciation tíst á myndbandakerfi fjölbýlishúsa. Man eftir því að gæjinn sem stjórnaði okkar kerfi frá vídjótækinu sínu í íbúðinni sinni vaknaði alltaf eins og kóngur um helgar og skellti spólu í tækið. Alltaf á réttum tíma. Svo bauð hann uppá góðar myndir á föst og lau kvöldum.
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) September 14, 2020