Gaurinn sem býr fyrir ofan mig heldur með Manchester United. Síðast þegar hann var að horfa á sama leik og ég var greinilegt að hans útsending var svona 30 sekúndum á undan minni og það er farið að valda mér kvíða.#fotboltinet
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 17, 2021
„Ekki gera grín að bróður þínum fyrir að vera hræddur við þessa mynd. Það er ljótt að gera grín að fólki fyrir að vera hrætt við hluti.“
[Hátt, svo bróðir hans heyrði] „Svo ert þú líka hræddur við uglur.“
Stundum verður maður bara að gefa fólki nauðsynleg skotfæri.
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) January 17, 2021
Ég flutti hingað inn í febrúar og er búin að bíða (ekki) þolinmóð eftir að World Class opni hérna í næsta húsi. Nú eru þau búin að opna en ég get ekki fengið mig til að gefa freka ríka kallinum peningana mína. Alvöru vandamál.
— Helga Lind Mar (@helgalindmar) January 17, 2021
Ég verð að fá að vita hvar þessi ljósmynd er tekin??
litla hrauni?? svefnherbergi ingólfs í foreldrahúsum?? pic.twitter.com/CArJ9j7pEd— Sigtún Karls (@Sigrunkarls) January 17, 2021
ég í hvert einasta skipti sem ég drekk áfengi: pic.twitter.com/ARJgkKfFZw
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 16, 2021
Mig langar svo í barn svo ég geti farið upp í bústað með vinkonunum til þess að fá frí frá því
— Hólmfríður Hafliða (@Muffin_breath) January 16, 2021
Djöfullinn sem búið er að ríða í þessu rúmi það nær engri átt úfff pic.twitter.com/FQLsxBPuBI
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) January 16, 2021
Ég þegar 10 ára dóttir mín sagði mér frá því að þegar hún hlustaði á nýja útvarpið sitt þá kæmu bara einhver lög sem hún hefði ekki valið sjálf: pic.twitter.com/UCN9dFtJyW
— Dr. Elín (@ruxpin) January 16, 2021
Stundum langar mig bara að troða mér í of lítinn bleiser og tala um pepsi deildina við aðra menn sem tróðu sér í enn minni bleisera.
— Bragi (@bragakaffi) January 16, 2021
2 ára sonur minn var nýbúinn að læra að heilsa fólki með því að segja “góðan daginn” áður en við fluttum út. Mjög heppilegt, núna heilsar hann ÖLLUM í S-Harlem og nágrenni með því að segja “Dyin’!”, voða ánægður með sig?
— Lovísa (@LovisaFals) January 16, 2021
Dominos: „Við tökum ekki lengur við reiðufé“
Allir iðnaðarmenn landsins: „ER ÞETTA LÖGLEGT?!“— Danni Fann (@dannifann) January 16, 2021
var að beygja mig niður nakin í klefanum í sundi en viti menn það var lika önnur nakin gella að gera það nákvæmlega sama þannig við rössuðum hvora aðra eg segi að þetta verði nýja olnbogaskotsheilsið
— Fat_Kyle (@freyjaplaya) January 15, 2021
ég er að reyna að vera skynsamari í fjármálum þannig ég ákvað að kaupa ekki pop secret í sjoppu á 599kr (3pokar) og gera mér frekar ferð í lágvöruverslun. gekk glöð í bragði út með pop secret f. 680kr (6pokar), plöntu á 1500 kr og freyðibað sem skiptir litum á 795kr. stolt af mér
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) January 15, 2021
Klemma dagsins:
Ég elska sundlaugarnar her a landi en á samt erfitt með að gera upp við mig um hvort er ógeðslegra, hár af öðru fólki sem festist á mér í sundi eða gamli kallinn í heitasta pottinum sem dró upp áhald ur skýlunni og byrjaði að raspa á sér hælana laumulega ?♂️
— Attilla The Hun (@atlij17) January 15, 2021
afhverju eru svanir alltaf jafn hvítir og 12k hvítur bolur úr húrra en ég fæ sinnep í minn eftir þrjár mín þótt ég hafi ekki einu sinni verið að borða pulsu?
— Tómas (@tommisteindors) January 15, 2021
Hæ danskur ég pic.twitter.com/iTR2rTm98R
— Steindi Jr. (@SteindiJR) January 15, 2021
Var að heyra konu tala um hádegismat sem „neysluhlé“ og mig langar að segja upp áskriftinni að þessu samfélagi.
— ? Bergþóra Jóns ? (@bergthorajons) January 15, 2021
Uhm
Ég er 27 ára og ég hef verið að nota orðatiltækið að vera með þykkan skráp vitlaust.
Ég hef semsagt sagt ,, að vera með þykkan skáp“ öll þessi ár ?— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) January 15, 2021
Hver svaf yfir sig í læknatíma sem var ætlaður til að ræða svefnvandamál? pic.twitter.com/P2JCMtgVnU
— Tinna, öfgafemínisti ? (@tinnaharalds) January 15, 2021
Jájá, Alexander Peterson er flottur fertugur, en hér er mynd af sextugum föður mínum. pic.twitter.com/ynaBtKWSRZ
— Óskar Árnason (@Angurvaki) January 15, 2021
Óvæntasta undirfyrirsögn ársins. pic.twitter.com/Kj7QiwoUiL
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) January 15, 2021
Í dag komst ég að því að maðurinn minn er ekki bara svona rugl góður í að spá fyrir hvenær sorptunnur eru tæmdar, neinei hann er með sorphirðudagatalið VISTAÐ Í SÍMANUM SÍNUM. ? Veit ekki hvort ég elska hann extra eða óttast hann smá
— Klara Arnalds (@klaraarnalds) January 14, 2021