Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá vikuna.
Mig langar að vera svona áhrifavaldur sem hefur ömurleg áhrif á alla. Segir fólki að byrja að reykja og halda framhjá og svona.
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) May 10, 2020
Dóttir mín biður alltaf um sögu fyrir svefninn. Vinsælasta sagan er Pabbi og lísa kaupa pulsur í bónus. Tel upp allt sem þarf að kaupa. Hún biður alltaf um þessa sögu. Movie in the making.
— Helga Dögg (@DoooHelga) May 9, 2020
Margir fríka út þegar Ísfirðingar tala um Íbízafjörð. Hér eru fleiri pirrandi tillögur: Bíldudalicante, Costa del Bol (Bolungarvík), TeneRif, Bahamarsfjörður, Rhodós (Hofsós), Benihólmavík, Malagureyri (Akureyri), Costa del Hólar í Hjaltadal. Eigið þið fleiri?
— Kristján Freyr (@KrissRokk) May 9, 2020
Einn léttur hérna af facebook. Viljið ekki missa af þessum. pic.twitter.com/X5LtuKJybd
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 9, 2020
Við erum öll í þessu saman… pic.twitter.com/7uHShU8AR1
— Grimur Atlason (@grimura) May 9, 2020
Slökkviliðið flutti hingað á Grandann um daginn. Þvílíkir TOPPmenn. Ef þeir eru ekki að bóna bílana þá eru þeir að æfa eins og skepnur, tana eða spjalla við gesti og gangandi. Þetta er eins og að búa í dagatali ?? pic.twitter.com/M5bK2dQRcc
— Guðmundur K. Jónsson (@gudmundur_kr) May 9, 2020
Geggjað þema að vaka til 2 með 17 ára syni og vera svo vakinn 4 af 1 árs dóttur
— Gústi (@gustichef) May 9, 2020
Ég er svo mikill sökker fyrir góðum sögum að ég hef íhugað alvarlega að gera mann að lífsförunaut mínum bara vegna þess að sagan af því hvernig við kynntumst fyrst var svo sniðug.
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) May 9, 2020
Ahh taxaferð þegar að bílstjórinn tekur á móti þér með brosi, leyfir þér að opna bjór inni í bílnum og talar svo ekki meira út bílferðina ??
— Muhammad Zaman (@mummizaman) May 8, 2020
já ég er með sól í sinni og ánægð með daginn, í dag talaði ég við 2 sæta stráka 😀 annar bankaði í bílrúðuna og stoppaði mig af því ég var með símann á bílþakinu og hinn sagði mér að færa mig þvi ég stóð fyrir bíl að bakka. já óhætt að segja að framtíðin sé björt og hagur að vænk
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) May 8, 2020
Hér má sjá @mattimar endurraða í uppþvottavélina eftir að ég var búin að setja í hana… pic.twitter.com/cQ6jOk1EJd
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) May 8, 2020
Konan mín heldur að ég sé á leið í klippingu á morgun. Lítið veit hún: Þetta verður lagning og blástur.
— Halldór Benjamín (@HalldorBenjamin) May 8, 2020
Hef ekki keypt mér annan orkudrykk en Monster síðan ég horfði á þættina Æði með Patrek Jamie.
Vinur hans (Bassi) bergmálar í hausnum á mér þegar ég stend fyrir framan alla orkudrykkina.
Svona er þetta alltaf. pic.twitter.com/xEhoTN1980
— Albert Ingason. (@Snjalli) May 8, 2020
Sígarettan hans Bubba hefur fengið svona 10.000 sinnum meiri dreifingu og athygli heldur en ef fólk hefði bara látið þetta slæda. Mér reiknast að a.m.k. 50 auka börn muni byrja að reykja af þessum ástæðum.
— Alexander Einarsson (@alexander_freyr) May 8, 2020
Í þágu lýðheilsu okkar Íslendinga hef ég lagað auglýsingu Borgarleikhússins pic.twitter.com/8RGHaE45Nx
— Eirikur Ragnarsson (@eikonomics_eiki) May 8, 2020
Þrjár samstarfskonur mínar voru rétt í þessu að kveikja í 2ja metra reglunni og pissa á öskuna með því að faðmast fyrir utan vinnustaðinn á sama tíma og Víðir Reynisson gekk inn í húsið vonsvikinn á svip. Þær eru að íhuga að flýja land og ég er að íhuga borgaralega handtöku.
— Ása María (@asamg01) May 8, 2020
Þetta skólaár fylgdi Harry Potter formatinu svokallaða: Fínt fram að Hrekkjavöku, pínu skrítið kringum jólin og svo fór allt fjandans til þegar líða tók á vorönnina.
— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) May 8, 2020
Tók einusinni harða gæjann á þetta í umferðinni & gaf gaur fyrir aftan mig fuck you puttann
Hann tók svo þrjár sömu beygjur og ég í kjölfarið
Ég var sannfærður um að hann væri að elta mig þar til að hann loksins fór í aðra átt
Þá sagði ég skíthræddur: Já Hélt það líka aumingi.
— Albert Ingason. (@Snjalli) May 7, 2020
Hlakka til dagsins þegar ég jafna mig á því það voru fleiri sem hétu Finnur að stýra skráðu félagi á Íslandi síðustu ár en konur
— Auður Albertsdóttir (@ausausa) May 7, 2020
Fyndnast í heimi þegar ríkisstjórnin er alveg bara : ha? Hvað segirðu? Eru stærstu fyrirtækin að misnota kerfið? Það bara sá það enginn fyrir. ENGINN!
— Olga Cilia (@olgacilia) May 7, 2020
Mútaði krakkanum með súkkulaði svo hún myndi borða pizzusneið. Ég bíð spennt við bréfalúguna eftir uppeldisverðlaununum.
— Guðrún Andrea (@grullubangsi) May 7, 2020
Var að kaupa mér hjálm sem kostaði svo mikið að ég sit hér við tölvuna með hann á hausnum svo ég fái nú örugglega sem mest fyrir peninginn.
— Birta (@birtasvavars) May 7, 2020
Hávær og erfiður gaur á kaffibarnum starter kit pic.twitter.com/UWrXABiBT3
— Björn Leó (@Bjornleo) May 7, 2020
Eignuðust þið líka íslenskan hótelvin í pakkaferð á Mallorca þegar þið voruð svona 11 ára og pælið oft í hvar hann er í dag eða? Já? Nei? Allavega hmu Stefán.
— Fanney (@fanneybenjamins) May 7, 2020
Renndi höndunum í gegnum hárið á gömlum manni sem sat á bekk, honum fannst það skrítið. Mér leið vel.
— Sveppi (@Sveppi2) May 7, 2020