Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter undanfarna daga.
Er að fara hitta foreldra dömunnar næstu helgi
Nú flokka flestir þannig ég er klár með ice breaker
Ég: Flokkið þið?
Þau:Já
Ég: svo það mætti kalla þetta Meet The Flokkers
Svo deyja allir úr hlátri!
Pabbinn segir ég hélt að þú væri striker en ekki keeper og réttir mér vindil
— Siffi G, spéfugl (@SiffiG) March 8, 2020
Vinir mínir eru flestir óttalegar fyllibyttur en enginn þeirra kemst með tærnar þar sem @odduraevar er með hælana. pic.twitter.com/YaAkYjuBJY
— Atli Jasonarson (@atlijas) March 7, 2020
Ég bind talsverðar vonir við að lúsmý sé með undirliggjandi sjúkdóma.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) March 7, 2020
Mér finnst að í ljósi aðstæðna og áhættu mætti alveg pumpa laugardags afslættinum í Nammilandi upp í 75%
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) March 7, 2020
Handbolti er svo fyndin íþrótt.
Áttu erfitt með að geta eitthvað bæði í sókn og vörn? Ekkert mál, veldu bara sérgrein.
Er erfitt að grípa boltann? Ekkert mál, við eigum nóg klístur.
Er vörnin ekki að standa sig? Ekkert mál, knúsaðu bara mótherjann og láttu þá byrja upp á nýtt.— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) March 7, 2020
Mér finnst þessi stöðuga upplýsingagjöf; blaðamannafundir, fréttatilkynningar og opin samskipti frá hinu opinbera í kringum COVID-19 vera algjörlega til fyrirmyndar. Maður er stöðugt upplýstur án þess að það sé verið að undirbyggja einhverja paranoju. Frábær þjónusta.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) March 7, 2020
Það kom upp hugmynd í dag að við myndum taka strætó og hef sjaldan séð son minn eins spenntan og skildi ekki alveg hversvegna fyrr en hann sagði:
“Jæja eftir hverju ertu að bíða maður pantaðu þennan strætó!!!”
Hann þekkir bara alls ekki konseptið.
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 7, 2020
Eftir að ég fór að ganga í nærbuxum sem ná hátt upp uppá og jafnvel yfir magann á mér hafa lífsgæði mín aukist um amk 57%. ?♀️
— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) March 7, 2020
Árshátíðinni frestað sem átti að vera í kvöld. Svo mætum við öll á mánudaginn og vinnum saman í opnu rými, borðum saman í mötuneytinu og notum sömu klósettin?
— Tómas Ingi Adolfsson (@tomasingiad) March 7, 2020
þetta er ein örfárra mynda sem ég á af hárkollunni sem pabbi keypti á mig eftir að ég rakaði á mig móhíkanarönd og missti þar með stöðu mína í kjötborðinu í Glæsibæ. Tekið í partíi, heima hjá mér einhvern tímann. Kollan sjálf er tínd pic.twitter.com/NfvYGWlMIj
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 6, 2020
Ég hef safnað löngum nöglum og lakkað þær í öllum regnbogans litum, gengið með gleraugu með linsum í öllum regnbogans litum, verið með sítt spámannsskegg, rappað, æpt og verið með alls konar gjörninga á virðulegum samkomum á nærbuxunum – en hef aldrei þorað að ganga með hatt.
— Kött Grá Pje (@KottGraPje) March 6, 2020
Flugum er aflýst.
Heimsóknarbann á spítalann.
Neyðarstigi lýst yfir.….og fólk nennir í alvöru að pirra sig á að einhver gaur ákveði að spila ekki körfuboltaleik.
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) March 6, 2020
Hatari hefði átt að vinna Eurovision í fyrra. Hefði hentað okkur ótrúlega vel að halda keppnina í ár, með engum áhorfendum og blaðamönnum sem hefðu haldið sig á hótelherbergjunum. #12stig
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) March 6, 2020
Um áramótin eftir 5 kampavínsglös laug ég að vinkonu vinkonu minnar að ég væri góð eða jafnvel frábær skíðakona. Við erum að fara saman upp í Bláfjöll eftir klukkutíma og ég hef ekki farið í 10 ár. Biðjið fyrir mér
— Kolbrún Lilja Torfadóttir (@kolbrilja) March 6, 2020
Kenndi menntskælingum ensku í gær og á meðal verkefna var að krakkarnir segðu frá heimsins uppáhalds staði sínum. Ég er ákaflega stoltur af feimnu stelpunni í bekknum sem ákvað að finna í sér kjarkinn til svara hátt og snjallt: My favourite place is B5.
— Geir Finnsson (@geirfinns) March 6, 2020
Ég verð þrítug í næsta mánuði. Maðurinn minn voða rómó að stinga upp á því að við færum á hótel yfir helgi. Mér finnst það fín hugmynd, en svo stingur hann upp á því að hann gæti líka bara keypt handa mér ryksuguróbot og ég urlast úr spenningi. Ég þekki sjálfa mig ekki lengur!
— Kristín Lilja (@KristinLilja) March 6, 2020
*ég að labba inn á röntgen í gær, sönn saga*
ég: hæhæ er vertinn á svæðinu?
dyravörður: ha?
ég: kóngurinn, steinþór helgi
dyravörður: ha, hver?
ég: æji þarna krulludraslið
dyravörður: aahhh já, nei hef ekkert seð hann í kvöld
— Tómas (@tommisteindors) March 6, 2020
Ég vona bara að áður en við deyjum öll úr pestinni náist að skrá raunverulega eigendur allra félaga á Íslandi.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) March 6, 2020
Ef einhver plötusnúður er smeykur við að taktjafna má auðveldlega lækka tóntegund lagsins í blálokin og þá blandast það fullkomlega við Conga hennar Gloriu Estefan og félaga pic.twitter.com/qt9dTFPxwF
— ?? Brikir (@birkirh) March 6, 2020
Búinn að lesa Bauhaus bæklinginn þrisvar. Vil frekar gera verðsamanburð á háþrýstidælum en að lesa alvöru fjölmiðla. Vil líka snuð og heitan pela. Hættur að taka einn dag í einu. Lifi einn klukkutíma í einu.
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) March 5, 2020
Ég var einn um daginn að borða hamborgara, hávær hópur ætlaði að setjast við hliðiná mér, ákvað að hósta og þau ákváðu að setjast annarsstaðar.
Mesta Larry David moment ævi minnar.— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) March 5, 2020
Var hugrökk og BYRJAÐI samtal á tinder. Spjölluðum helling í einhverja daga og hann stakk upp á því að hittast. Hann unmatchaði mig og unfollowaði klukkutíma áður við ætluðum að hittast og ég færði hárþvottadaginn minn fyrir EKKERT.
— ?Heiðdís? (@BirtaHei) March 5, 2020
Ég að reka á eftir litlu systur minni(10ára) í morgun:
Ég: Sól, þú verður að vera fljót, þú gætir misst af strætó.
Sól: og hvað, það kemur annar!
Can’t argue with that logic ??♂️??♂️— Muhammad Zaman (@mummizaman) March 5, 2020