Nútíminn tók saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter undanfarna viku.
Þegar samkomubanninu líkur verður keppt í Klukk á Klambratúni.
Það verður ljóðræn barátta þess að vilja snerta og svo alls ekki vilja vera snertur.
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) April 5, 2020
Kræst hvað ég væri til í að vera extra bjór-heimskur niðri í bæ núna og búinn að tína vinum mínum, en búinn að eignast nokkra nýja sem ég dýrka en mun aldrei tala við aftur, á alltof crowded bar og vera að hugsa hvort ég ætti að sækja mér Hlölla eða Pizzu fyrir heimferðina
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) April 5, 2020
Það allra versta við þetta ástand er að það er ekkert slúður lengur, enginn gerir neitt?
— Svala Hjörleifsdóttir (@svalalala) April 4, 2020
Bráðum kemur föstudagurinn langi. Mér líður eins og það hafi verið föstudagurinn langi í fimm vikur. Árið 1984.
— Líf Magneudóttir (@lifmagn) April 4, 2020
amma bauð sér sjálf til mín að horfa á helga björns, því hún vorkenndi mér svo að þurfa að horfa ein á helga björns og ég þorði ekki að segja henni að mig langaði ekkert rosalega að horfa á helga björns. þannig að hér er ég. laugardagskvöld. að horfa á helga björns með ömmu.
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) April 4, 2020
Þegar maður hélt að Þórólfur Sóttvarnalæknir gæti ekki verið meira eðalmenni þá kemur í ljós að hann spilar á bassa í Bítlacoverbandinu Bítlabræðrum. pic.twitter.com/5fMOQGVvfJ
— ????? ?????? (@egillhardar) April 4, 2020
Verður rakningarappið svo ekki örugglega notað af húð og kyn þegar djammið opnar aftur í sumar?
— Björgheiður (@BjorgheidurM) April 4, 2020
Hvenær ætlar þessari ironic fílun á sveitaballaböndum eiginlega að ljúka? Ég meina kommon, það finnst engum Stjórnin í alvörunni góð hljómsveit.
— Davíð Roach (@DavidRoachG) April 4, 2020
,,Nei! Ekki setja typpið á pizzuna.“ Pælið í öllum setningunum sem ég fengi aldrei að segja ef ég ætti ekki ungan son. #mömmutwitter
— Linda Björk (@markusardottir) April 4, 2020
Sjónvarpstjóri: Eruð þið viss um að það sé nógu mikið að frétta til að vera með sér sportþátt + kvöldfréttir
Fréttam: Já já vinur, engar áhyggjur fullt af flottum sögum og …
Sstj: Já ok, eins lengi og það sé gott innihald
Fréttam: Treystu okkur….10 dögum síðar pic.twitter.com/Ax3gBlLbAX
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) April 4, 2020
Unglingarnir sem voru gripnir við að hósta á fólk í krónunni… @Jon_Gnarr pic.twitter.com/VgepBnXso3
— Daníel Arnar Magnússon (@danielarnar18) April 4, 2020
Púlla upp á klúbb like: pic.twitter.com/HnGSzEUQlW
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) April 3, 2020
Að gefnu tilefni: Hef bara einu sinni lent í því að einhver hringi óvart í mig þegar viðkomandi ætlar að hringja í Adda Fannar í Skímó.
Á hinni línunni var Helgi Björns.
— Atli Fannar (@atlifannar) April 3, 2020
Systir mín (20 ára) þurfti að fara í sóttkví í bústað og bað pabba að kaupa kippu af LOV til að setja í bílinn áður en hún fór. Þegar hún kíkir í bílinn á leið í bústað er bara kippa af síðum Löwenbrau. Pabbi var svo ánægður hvað hún var með þroskaðan smekk.
— Sindri R. Sindrason (@Sindrason) April 3, 2020
Þetta rakningarapp hlýtur að vera algjör game changer fyrir miðflokksmenn í blackouti
— María Björk (@baragrin) April 3, 2020
Til að sporna gegn atvinnuleysi á Suðurnesjum þá legg ég til að fríhöfnin verði opnuð þannig að maður geti mætt, tekið einn bjór á Loksins og póstað mynd á Insta af vegabréfinu, keypt svo tollinn og bara farið heim.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) April 3, 2020
Þegar samkomubanninu verður aflétt og eðlilegar samgöngur komast á verður geggjaðasta stemningin þegar fyrsta kókaínsendingin kemur til landsins. Þetta verður bara eins og þegar handboltalandsliðið kom með silfrið heim frá Peking 2008, eða Keikó kom heim.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 3, 2020
Þú veist að þú ert komin út á Nes þegar ruslið er svona pic.twitter.com/pxIXilE6W1
— Nína Richter (@Kisumamma) April 3, 2020
Björn Ingi frá Viljanum hérna. Ein til þín Alma. Hvort myndirðu kalla þig sóttqueen eða sóttskvís?
— Tómas Ingi Adolfsson (@tomasingiad) April 3, 2020
Fyrrum yfirmaður minn, Valgeir Sport, loggaði sig einhvern veginn óvart inn á Spotify reikninginn minn í dag og skildi eftir verksummerki. Ég get ekki skipt um mynd. Hjálp. pic.twitter.com/GUKKwvl2eK
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) April 3, 2020
Geta netverslanir hætt að auglýsa eins og lúðar að það sé opið allan sólarhringinn ?? Það ER það sem netbúð er ?
— Hildur (@hihildur) April 3, 2020
Það eru svo margar róðrarvélar að fara að lenda inni á https://t.co/wgdJJRfTa7 eftir svona þrjá mánuði.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 3, 2020
Kann einhver að slökkva á tilkynningum frá þessu rakningarappi? pic.twitter.com/4NvKfhsyPA
— Arnar Sveinn (@arnarhardarson) April 3, 2020
Labbaði í Fossvoginum í gær og stoppaði til að hleypa tveimur konum framhjá sem tóku allan stíginn. Önnur móðgaðist, labbaði alveg upp að mér: „góðan daginn!!“
Vinkona. Þetta er í alvöru ekkert persónulegt.
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) April 3, 2020
Allir: Omg þetta samkomubann þýðir að ég kemst ekki lengur í klippingu.
Haukur Hólm: pic.twitter.com/bCJ6I0HSRg
— Son (@sonbarason) April 3, 2020
Fyrrverandi kærastinn minn, sem ég hef ekki talað við í 8 ár, hafði samband við mig á messenger í dag til þess að reyna að selja mér Herbalife ? pic.twitter.com/b815pxuiq4
— Tinna Eik (@tinna_eik) April 3, 2020
Þegar ég var yngri sá ég oft foreldra mína horfa á eitthvað gæðastöff á Rúv eins og Derrick og japla á poppi.Sonur minn 15 ára mun muna eftir mér með tölvuna í fanginu að hámhorfa Love island og éta bland í poka.
KRAKKAR. Í ALVÖRU. ÉG KANN EKKI AÐ VERA FULLORÐIN?HOW DO YOU DO IT?— Elva Ágústsdóttir (@ElvaAgusts) April 2, 2020
Það sem drepsóttin hefur kennt mér: 1) fólk er minni húmoristar en ég hélt 2) fólk hefur minna þol fyrir að vera eitt með sjálfu sér en ég hélt
3) fólki finnst makar og börn leiðinlegri en ég hélt
4) ég eyði næstum öllum peningunm mínum á veitingastöðum og hef sparað grilljón— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) April 2, 2020
Hvar eru þessir 270 manns sem hafa náð sér af Covid? Saman einhversstaðar í partýi sem okkur hinum er ekki boðið í? Kannski að sleikja handrið og láta sama vodkapelann ganga sín á milli? Allir í sleik og í sólbaði?
— Kolbrún Lilja Torfadóttir (@kolbrilja) April 2, 2020
ég er 38 ára, ég veit eiginlega ekkert hvað ég vinn við, hef aldrei vitað það, ég borga mér bara laun og borga svo reikninga og keyri um á bíl og held bara kjafti
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) April 2, 2020
Setti Rakning C-19 appið í símann. Alveg sjálfsagt mál. Það eina sem ég hef áhyggjur af er að fólk sem hefur aðgang að þessu sjái hvað ég lifi fábreyttu lífi. Labba með hundinn, setjast við tölvuna, setjast við sjónvarpið … repeat.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) April 2, 2020