Fyllerísskilaboð til fyrrverandi voru svo miklu skemmtilegri fyrir tíma farsímanna. pic.twitter.com/KjAtMMPYqe
— Sigrún Helga Lund (@sigrunlund) November 18, 2020
Mætti hópi af ca 10 ára strákum og þessi samskipti áttu sér stað:
Strákur 1: Hæ Hilmar.
Ég: Hæ?
Hinir strákarnir við strák 1: Hver er þetta?
Strákur 1: Söngvari eða eitthvað held ég.Það hlaut að koma að þessu. Ég er officially has been.
— Valdimar Guðmundsson (@ValdiMumma) November 18, 2020
Hot take dagsins á Facebook pic.twitter.com/Psg91MYsW4
— una stef (@unastef) November 18, 2020
Var að klára S03E06 af The Crown en hann fjallar um velskunám Karls Bretaprins. Já, ég fylgdist með Karli Bretaprinsi læra velsku. Í klukkutíma. Það var það eina sem þátturinn fjallaði um. Karl Bretaprins. Að læra velsku. Mig langar að lögsækja einhvern.
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) November 18, 2020
Ég veit ekkert hvað ég á að segja um þetta, annað en bara…ekki gera þetta. pic.twitter.com/QzIrC6KKCR
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 18, 2020
Mætti einum hressum á Laugaveginum áðan sem sagði: Go to hell and die! Og mig langaði svo að leiðrétta hann, því eðlilegra væri að segja Die and go to hell! en ég kann að velja mínar orrustur svo ég sleppti því.
— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) November 18, 2020
Börnin sofnuð. Settist mjög spennt upp í sófa með Eirberg bæklinginn og veit ekki alveg hvenær ég varð þessi kona.
— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) November 18, 2020
Sonur minn var að fá sms frá Vodafone um áfyllingu. Hann kann sig: pic.twitter.com/jpnDcEHoJN
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) November 18, 2020
Fann síma á gangstétt í gær.
Hafði upp á eigandanum unga með smá hjálp frá vini hans sem hringdi í símann.
Ég held að pabbinn hafi komið að sækja símann. Hann sagði fátt, en af viðmóti hans að dæma held ég að hann hafi haldið að ég hafi stolið símanum og séð svo eftir því.— Svavar Knútur (@SvavarKnutur) November 18, 2020
Tinder er mikið að vinna með strategíuna að sýna manni sama fólkið svo oft að á endanum lækar maður þau bara út af meðvirkni.
— Þorvaldur S. Helgason (@dullurass) November 19, 2020
Horfi á PS4 tölvuna í sjónvarpsskenknum mínum og get bara hugsað hvað hún er gömul. Gömul og úr sér gengin. Enginn elskar þig gamla úrelta tölva.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 19, 2020
Starfsmannafélag þarsíðasta vinnustaðar studdist greinulega við 6 ára gamlan starfsmannalista þegar þau ákváðu að senda gúmmelaðigjafakörfur með ostum og konfekti heim til fólks á þessum skrítnu tímum. Ég segi bara takk fyrir mig ❤
— Gunnhildur (@hungunnhildur) November 19, 2020
Hér á heimilinu var tekið rosalegt frekjukast áðan, kastað sér á gólfið, öskrað og nokkur tár niður kinnar þegar stungið var upp á PS5 í jólagjöf inn á heimilið og það var fellt með hraði.
Veit hreinlega ekki hvort konan eða börnin voru meira hissa á þessari hegðun hjá mér.
— Þórarinn Hjálmarsson (@thorarinnh) November 19, 2020
2019 bað mamma mig um að hjálpa sér að breyta því að á Facebook stæði að hún væri úr Garðabæ.
Gaman að sjá að hún klárar líka árið 2020 með þessa lagfæringu í gangi. pic.twitter.com/w6Sn8TJpvF
— Albert Ingason. (@Snjalli) November 19, 2020
Mér finnst einhvern veginn 80 milljónir vera ákveðið yfirskot. pic.twitter.com/Xw5KRwsDr4
— Hafdís Helga (@hhafdis) November 19, 2020
Dóttir mín vill helst halda í höndina mína þegar hún sofnar. Nema hvað að nú er hún byrjuð að hrista höndina og segja „sæl“ með alvarlegri röddu við þessi tækifæri ???
— Iðunn Garðarsdóttir (@Idunn_G) November 19, 2020
Ég setti andlitið á mér í Macklemore myndband, og það var engin breyting. Mér hefur oft verið líkt við hann en þetta er að fokka mér upp. Er ég Macklemore? pic.twitter.com/MZDo2FMFTu
— Atli Már Steinarsson (@RexBannon) November 19, 2020
Bara 4 smit í dag og engin vopnaður í fellunum á fimmtudegi, nú mega jólin koma fyrir mér pic.twitter.com/uM9bzAT0ls
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) November 19, 2020
gleymi því ekki þegar ég var á dillon í gamla daga og meðlimur í þekktri rokkhljómsveit bauð mér að borða með sér sörur inni á klósetti
— Atli Fannar (@atlifannar) November 19, 2020
hvað mynduði gera ef þið væruð búin að kynnast ástinni í lífi ykkar en finnið svo út að uppáhalds sjónvarpsþættirnir þeirra eru everybody loves raymond
— slemmi (@selmalaraa) November 20, 2020
skál fyrir öllu djamm-hippaliðinu sem notar kókaín en er á móti bólusetningum ?
— Hlédís Maren (@HledisMaren) November 20, 2020
Eftir að covid tók bragðskynið mitt er mér bara ……. alveg sama pic.twitter.com/FORJRgOxhm
— Branddís Ásrún (@Branddis_Asrun) November 20, 2020
Ég myndi aldrei kaupa neinn heimabakstur og nei ég kaupi ekki fjáröflunarkökur heldur. Þetta er ekki af því ég vorkenni bökurum heldur finnst mér fólk ógeðslegt og ég veit ekki hvernig er heima hjá þeim
https://t.co/ze4qnkYPvJ— Steinunn? (@SteinunnVigdis) November 20, 2020
Dóttir mín bjó til 25 glæru power point show sem útlistar vandlega af hverju heimilið ætti að fá hund. Þar er djúp rannsóknarvinna og tilvitnanir í frekari rannsóknir ásamt kostnaðargreiningu sem gerir ráð fyrir m.a. „2 dótum, … 420 kúkapokum“ og öðru sem hundahald þarnast.
— Sveinn Birkir (@sveinnbirkir) November 20, 2020
Amma klippti sig sjálf og mamma er brjáluð yfir því, sagði að hún væri eins og trúður. Ég reyndi að vera dipló og sagði að trúðar klipptu sig örugglega ekki sjálfir. Jú, þessi, hvæsti mamma.
— Kött Grá Pje (@KottGraPje) November 20, 2020
Nú er ég ekki Flugmundur en er flugvélaflak heppilegasta auglýsingin fyrir flugfélag? pic.twitter.com/9i92QcWAmv
— gunnare (@gunnare) November 20, 2020
Erfiðasta við samkomubannið er þegar kæró fer í bjór með vinum nema það er í tölvunni þannig að ég er ekki laus við hann í nokkra klukkutíma.
— Margrét Arna (@margretviktors) November 20, 2020
Hvort ætli sé ódýrara, að fara til tannlæknis eða láta bara Sigríði Andersen kíkja á þetta?
— Dr. Gunni (@drgunni) November 20, 2020
Ég vil vita hvaða langtíma afleiðingar það hefur á ungabörn samtímans að alast upp í monochrome minimalískum herbergjum með leikföng sem virðast einna helst vera rándýrir skrautmunir
— Stella Rún (@StellaRun) November 20, 2020
Ótrúlegt að maðurinn vilji ekki þiggja þessa góðu lóð undir fína hótelið sitt, þarna mitt á milli olíutankanna og bílaþvottastöðvarinnar Löðurs. https://t.co/3ke3LCX5JD
— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) November 21, 2020
Hugsa stundum til ljósmyndarans sem lét þetta fólk taka þessa pósu. Fyrir framan tvo SL1200 plötuspilara en með engan mixer, engar nálar og Ásgeir Kolbeins með headphones bara tengd eitthvert út í atómið
Þvílíkt listaverk pic.twitter.com/2TbJe1S0Wc
— Haukur Heiðar (@haukurh) November 21, 2020
Dagur 25 í armbeygjuáskorun.
Enn engin armbeygja.
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) November 21, 2020
Kannski frekar dramatísk ályktun hjá Mömmu þegar millifærslan er ekki komin inn heilum klukkutíma eftir að maður sagðist vera með í afmælisgjöf. pic.twitter.com/EFOBSHAxRx
— Albert Ingason. (@Snjalli) November 21, 2020
Þegar sonur minn upplifir kvíða gerir hann, að eigin frumkvæði, öndunaræfingar og fer í freyðibað með söltum, kveikir kerti og hlustar á tónlist sér til slökunar. Hann er 9 ára.
Pælið í hvað margit í heiminum hefur breyst til hins betra.
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) November 21, 2020
Ég ætla að kaupa svo mörg flöskuborð þegar þetta er búið að ég verð gjaldþrota
— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 21, 2020