Mjög sæt stelpa sagðist vilja fara niðrá mig, meðal annars vegna þess að hún frétti að það bragðaðist eins og paprikistjörnur.
Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég sagði bara: „Jæja vinan, það er alla vega vegan“
-Ég held hún sé ekkert að fara að bjóða mér á deit úr þessu— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) October 24, 2020
Alveg eins og þýski nasistaflokkurinn eyðilagði hakakrossinn, þá er Covid búið að eyðileggja negulmandarínuna. pic.twitter.com/v2AeXOvt4W
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) October 24, 2020
Úff var að henda í frasa úr smiðju móður minnar sem ég hataði sem krakki ÞAÐ KEMUR DAGUR EFTIR ÞENNAN DAG? ég er officially búin að breytast í mömmu mína.
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) October 24, 2020
„Ég elska útivist, náttúruna og sóttvarnir ???“ pic.twitter.com/5khsWQN257
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 24, 2020
Matartips á laugardagskvöldi ❤️ pic.twitter.com/jGrpFexnrD
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) October 24, 2020
Mjög gott pic.twitter.com/0QbIgvEs3f
— Gústi (@gustichef) October 24, 2020
Í dag er ég þakklát fyrir hvað móður minni finnst útlit mitt tilkomumikið. Spurði um daginn hvort ég væri með fyllingar í vörunum og í dag hvort ég væri með hárlengingar. Algjör glamúrhrós. Takk mamma.
— Berglind Festival (@ergblind) October 24, 2020
Ég er lasin og hvolpurinn minn er að gera allt sem hún kann til að hjálpa mér. Sleikja tærnar mínar meðan ég gubba.
— Margrét Arna (@margretviktors) October 24, 2020
Vil undirstrika að þið sem sáuð mann í bænum í morgun sem er mjög líkur mér, nema mjög fölur og myglaður og eins og hann hafi bætt á sig slatta af kílóum í þriðju bylgju covid, að þetta er EKKI ÉG. Og nei, ég get þó ekki svarað því afhverju konan og börnin mín voru með honum.
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) October 24, 2020
Kemst ekki hjá því að finnast merkilegt að halda fegurðarsamkeppni á tímum covid með grímum og tilheyrandi. Snýst þetta þá um það hver er með fallegustu augun eða hvernig virkar þetta?https://t.co/BauDCl4J4r
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) October 24, 2020
Spurði um ákveðna vöru í verslun.
Sölumaður: Já, þetta. Þetta er mjöööög dýrt sko.
Ég : Hversu dýrt þá?
S: Nefnir tölu
Ég: Ok
Sölumaður: Svo er alveg svona 12 vikna bið eftir þessu, sérpöntun.
Ég: Já, ég skil
S: Þið ætlið ekkert að kaupa þetta, er það nokkuð?— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) October 24, 2020
Vá hvað ég hló mikið #vikan pic.twitter.com/dOokDV8kRZ
— Þorbjörg Snorrad (@tobbasn) October 23, 2020
Mér finnst aldrei viðeigandi að spyrja konu um hvort hún sé ólétt.
Það hefur minna um það að gera að það sé dónaskapur meira að það er alveg mökkleiðinlegt umræðuefni.
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) October 23, 2020
“Við erum allar orðnar eins og araba kellingar!” – einhver miðaldra kona sem ég var að afgreiða.
Gott að grímuskildan er að draga fram það besta í fólki.— Bríet, Suðutrans. (@thvengur) October 23, 2020
Núna er Böddi 52 og ef gæinn er í besta formi lífs síns núna, er ég hræddur um að einhver hafi gleymt að hlýða Víði! pic.twitter.com/kJkHSxzjqN
— Helgi Seljan (@helgiseljan) October 23, 2020
er með brutal augnsýkingu og sótti dóttur mína í skólann í gær. Beið eftir henni fyrir utan ásamt mörgum foreldrum því við megum ekki fara inn:
“MAMMA ERTU MEÐ SÓLGLERAUGU TIL AÐ FELA GLÓÐURAUGAÐ??”
jæja halda allir að ég sé að díla við eitthvað töluvert verra en augnsýkingu.
— Eva Ben (@evaben91) October 22, 2020
Er ég til í trekant?
Nei takk. Ef ég vil valda tveim manneskjum vonbrigðum samtímis borða ég bara kvöldmat með foreldrum mínum.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) October 22, 2020