Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá vikuna.
Skellti mer í eina bestu laug landsins, sundlaug Kópavogs og skemmti mér vel! Þar er lítil buslulaug með rennibraut agalega hentug laug fyrir börn og ætluð þeim!
Þar liggur samt miðaldra+ fólk í góða veðrinu og kvartar undan miklu skvetti og buslugangi ? Magnað alveg!— Atli Sveinn Jónsson (@atlij17) July 26, 2020
Loftur dagsins er óþægilegur að vanda. pic.twitter.com/mj37eOvBo1
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) July 25, 2020
Ótrúleg röð atburða hefur orðið til þess að í dag er bæði búið að æla beint upp í mig og svo skvettist klósettvatn úr klósettskál fullri af kúk framan í mig og upp í munninn á mér. Mér er algjörlega misboðið á þessum svokallaða „nammidegi.
— Katrín María (@katrinmariaa) July 25, 2020
Laugardagskvöld 2015: blelluð á húrra, skrúfusleikur við random mann og vinkonu trúnó langt fram að hádegi daginn eftir.
Lau.kv 2020: hvítvínsglas hjá mömmu, spjall um íbúðakaup trompað með því að hún fann grátt hár í hausnum á mér.
Réttið mér after eightið, þetta er búið.
— vaselín (@_elinasbjarnar) July 25, 2020
tilfinningin að taka af sér froskalappirnar í 4 bekk í skólasundi er ángrins betri en kynlíf
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) July 25, 2020
Sko ef grunnskólastærðfræðin svíkur mig ekki ættu að vera 50% líkur á að barn fari í rétta skó. Hvernig stendur þá á því að dóttir mín fer 90% tilvika í krummafót?
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 25, 2020
Á bakkanum við sundlaug Kópavogs liggja tvær ungar konur og bera á sig olíu upp úr glerflösku. Alveg löðra henni á sig. Ólífuolíu. Filippo Berio nánar tiltekið. ?
— Dr. Sunna (@sunnasim) July 25, 2020
Fékk mér bankaapp og skoðaði óvart flokkun á því sem ég eyði í og er núna í sjokki og ætla hér eftir bara að drekka á barnum í 12 tónum því það er skráð sem gjafavara.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) July 25, 2020
Greinin hans Sigmundar er ekki „innlegg í umræðuna“. Hún er ónæði, hávaði, suð í bílnum, útrunnin mjólk í ísskápnum, norðanátt á björtum júlídegi og hvimleið manneskja sem ryðst inn á skrifstofuna og býr til mikla og flókna aukavinnu fimm mínútum fyrir lokun.
— Theódóra (@Skoffin) July 25, 2020
Við vorum sótt af leigubíl í gær. Það var hvít Tesla með einkanúmerið TEZLA. Ég settist frammí hjá bílstjóranum eftir að hafa loksins fundið útúr því hvernig ætti að opna hurðina og sagði:
„Bíddu er þetta ekki nýi Huyndai-inn?“
Hann hafði ekki gaman af því.
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 25, 2020
svo vinsælt á hellu í denn að pakka bílum inn í plast að vinur minn veit örugglega ekki ennþá að þetta heitir matarfilma og er líka notuð yfir mat pic.twitter.com/SR5DVyuYGG
— Tómas (@tommisteindors) July 25, 2020
Í gær gekk ég 8km leið með 4 ára dóttur mína úr Landmannalaugum, uppá Brennisteinsöldu og niður Vondugil. Við böðuðum okkur svo í laugunum og enduðum á hóteli á Suðurlandi. Sáum og upplifðum margt.
Ég: hvað var skemmtilegast í dag?
Katla: prófa barnasængina ?— Katrín Atladóttir (@katrinat) July 25, 2020
Við @GisliOlafs á Þingeyri og það lítur allt út fyrir að við séum að fara að skella okkur á tónleika í kvöld – þá er bara að finna út hvar Lára býr!
Mesta low key auglýsing sem ég hef séð ? pic.twitter.com/fhsBnAT2Ck— Helena G. Guðmundsd. (@HelenaGudrun) July 25, 2020
Vaknaði snemma uppí bústað með mínum yngsta. Kláraði kókópöffsið áður en þeir eldri vöknuðu og læt núna eins og ekkert kókópöffs hafi verið til og gef þeim leiðinlegt serios.
Ég býð ykkur öll á námskeiðið: Hvernig á að lífa lífinu þrátt fyrir þrjú börn. pic.twitter.com/RROqjPigby— Elva Ágústsdóttir (@ElvaAgusts) July 25, 2020
Getur verið að þessi hafi gleymst við tjaldstæðið á Halló Akureyri 1996? pic.twitter.com/yJgYSEVcP7
— Karen Kjartansdottir (@karenkjartansd) July 24, 2020
Sá gaur nota 5000 kr ferðastyrkinn frá ríkinu í lukkuhjólið á Íslenska barnum. Hann vann 12 bjóra og 4 skot. Fullur bro 1 – Bjarni Ben 0
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) July 24, 2020
Ég alla daga ársins: Skipti um nærbuxur á 1-2 daga fresti.
Ég á leið í útilegu eða ferðalag: “Best að taka 6 nærbuxur fyrir 2 daga ferð ef ég kúka óvart á mig 4 sinnum”
— Atli Már Steinarsson (@RexBannon) July 24, 2020
Var að tjilla útí garði áðan og heyrði rödd
Rödd: Laufey? Laufey hvað ertu að gera!?
Ég: Ég er bara í sólbaði
Rödd: Þú veist þú átt ekki að príla í trjánum, Laufey!Á s.s. nágranna sem er bæði nafna mín og óþekktarskott
— Laufey Haralds (@LaufeyH) July 24, 2020
Ef þið sjáið skæran ljósglampa frá Háaleitishverfinu þá er ekkert að óttast. Það er bara ég í sólbaði úti á palli.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) July 24, 2020
það var lítil stúlka öskurgrátandi í sundklefanum vegna þess að „þetta“ væri „búið að vera ósanngjarnt“ og ég held hún tali bara fyrir okkur flest
— elísabet (@jtebasile) July 24, 2020
Ég er tiltölulega nýflutt út frá foreldrum mínum og komin að leigja. Það sem móðir mín var spenntust fyrir var að losna við að þvo þvottinn minn. Svo hringdi hún um daginn og spurði mig hvort ég væri með einhvern þvott til að þvo því henni leiddist svo…. elsku kellingin
— sú eina sanna (@runadisjohanns) July 24, 2020
Við foreldrarnir hjá Gesti Pálssyni barnalækni
Móðir: Drengurinn öskurgrenjar þegar við setjum hann á magann?
Gestur: Hefuru einhverntíman hitt fullorðinn einstakling sem getur ekki legið á maganum?
Móðir: Nei
Gestur: Til hvers í ósköpunum eruði þá að pína barnið?
Við: ??
— Kjartan Yeoman (@KjartanYeoman) July 23, 2020
Kæró bað mín á mánudaginn en ég spurði hann hvort við gætum breytt þessu og haft trúlofunar-anniversary alltaf 23. júlí af því þá eiga One Direction anniversary.
Ég er 33ja ára ?
— Tinna Eik (@tinna_eik) July 23, 2020
Kæró bað mín á mánudaginn en ég spurði hann hvort við gætum breytt þessu og haft trúlofunar-anniversary alltaf 23. júlí af því þá eiga One Direction anniversary.
Ég er 33ja ára ?
— Tinna Eik (@tinna_eik) July 23, 2020