Klefinn í sundi. Aðfangadagur. Ég átta mig á því að ég er of nálægt næstu manneskju.
„Guð fyrirgefðu, ég er alveg ofan í þér. Svo er örugglega mjög vond lykt af mér í þokkabót!”
„Já einmitt! Ertu bara að koma beint úr skötuveislu?”Ég var bara úti að hlaupa sko.
— Fanney (@fanneybenjamins) December 26, 2020
Fólk sem fær sér ekki mjólk í kaffið eeeeelskar að segja frá því að það fá sér sko ALLS EKKI mjólk í kaffið
— vésteinn (@gardbaeingur) December 26, 2020
Guttinn fékk gat á hausinn og ég átti ekkert nema nikótínplástur svo nú veit ég ekki hvort hann sé með heilahristing eða í nikótínsjokki, úff ekki góð pabbahelgi.
— Bragi (@bragakaffi) December 25, 2020
Ég náði ekki að „gera allt“ fyrir jólin og það fór eins og mig grunaði. Það eru ekki enn komin jól hjá okkur
— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) December 25, 2020
Ef bjarni hefði mætti í þessum köflótta jakka í partýið hefði honum ekki verið hleypt inn og líf hans væri í rólegheitum núna pic.twitter.com/qPqdBrd2hC
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) December 25, 2020
Mér finnst ég hafa verið eins og kjáni að skipuleggja litlu jólin í leikskólanum með 10 starfsmönnum, fá einn jólasvein með grímu. Leggja mikla vinnu í að hafa beina útsendingu fyrir foreldra. Ég hefði átt að leigja Ásmundarsafn og bjóða ráðherra!
— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) December 25, 2020
Nýtt business hugmynd: rent-a-ráðherra.
Viltu fjölmenn partý en vill ekki vesenið sem fylgir því að brjóta sóttvarnareglur? Rent a ráðherra er hér! Þú mátt gera hvað sem er ef ráðherra er á svæðinu! Pantaðu núna í síma 900-rent-a-radherra*. https://t.co/BR2csRhDfu
— Mattý ✨? (@nei_takk) December 25, 2020
Eitt af því góða við að hafa lent í botnlangatöku er að núna get ég með góðri samvisku hætt í plankaáskoruninni sem ég neyddist til að taka þátt í í vinnunni. Það eru alltaf ljósir punktar.
— Hildur Karen (@HildurKarenSv) December 25, 2020
ég, heimskust, spurði áðan kl 17:57 hvort ísbíllinn væri fyrir utan?!
3 mín í jól þegar klukkur allra landsmanna klingja— glówdís (@glodisgud) December 25, 2020
Var algjör jólaskvís þangað til ég beygði mig niður eftir aðalréttinn og beltið mitt sprakk fyrir framan allt jólaboðið. Engar jólaskvísumyndir af mér í ár sorry ??♀️
— Hildur (@hihildur) December 24, 2020
Allir ráðherrarnir voru með fjarvistarsönnun nema Bjarni…. Hann var á safni.
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 24, 2020
Í dag, aðfangadag jóla, ætla ég að hætta að ljûga að sjálfum mér og rúlla upp jógadýnunni sem hefur legið reiðubúin á gólfinu frá því í ágúst
— er patREKUR VIÐ? (@kuldaskraefa) December 24, 2020
Ég vildi að ég hefði haft PR teymið hans Bjarna þegar mamma og pabbi komu heim eitt kvöldið og sáu að þessir fjórir vinir sem ætluðu að kíkja í bjór meðan þau voru í burtu voru í raun tuttugu.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) December 24, 2020
Samtal mitt við son minn upp í rúminu hans rétt fyrir háttinn:
Ég (kyssi hann góða nótt á ennið): „Þú veist þú ert strákurinn minn?“
Hann: „Uuu já væntanlega helduru að ég væri bara búinn að sofa í 9 ár heima hjá einhverjum manni sem er ekki pabbi minn? Væntanlega ekki.“
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) December 26, 2020
Í nótt braut kötturinn dýrmætasta antíkjólaskrautið sem ég hafði hugsað mér að yrði síðar selt í uppboðshúsi Dorritar og myndi duga fyrir gullsleginni líkkistu + erfidrykkju. Í morgun var ég ákveðin í að láta lóga honum fyrir glæpinn, núna er ég að sjóða handa honum þorskhnakka.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) December 26, 2020
Pabbi er búinn að vera éta síld á hverjum degi í svona viku og ég ötla að láta leggja hann inn.
Svona síldarinnlögn.— Bríet “Bjúgnakrækir” Jóhannsdóttir (@thvengur) December 25, 2020
27 ára sambúð og ég hef loksins náð því í gegn að það verða kartöflurnar sem fara í soppuna, ekki grænu baunirnar ???
Þrautseigja og þolinmæði gott fólk. Þrautseigja og þolinmæði!
— Hanna-Katrín (@HannaKataF) December 25, 2020
Stundum kaupi ég bók sem mig langar í, pakka henni inn og merki til mín frá Kristjáni mínum. Þó ekki nema til þess að sjá svipinn á honum þegar ég tek pakkann upp. ? gleðileg jól….
— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) December 24, 2020