Ætli það skemmi ekkert fyrir að daginn sem þú loksins útskrifast eru akkúrat allir aðrir sem þú þekkir líka að útskrifast nema tólf ára frænka þín og Rúnar sem vann einu sinni með pabba þínum?
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) June 19, 2021
Nefnið betri intro í íslenski þáttagerð, I’ll wait ??? pic.twitter.com/whExwXjoYA
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) June 19, 2021
Er einhver annar á þessari ágætu eyju sem kallaði hríðskotabyssur tætara á sínum yngri árum?
— Katrín Dögg (@kdodins) June 19, 2021
Dyrabjallan hringir. Ég opna og það stendur ca 6 ára drengur á tröppunum og heldur opnum risastórum plastpoka.
„Hæ, ég er að sníkja nammi!“
„Ok, er það í dag?“
„Nei alls ekki. Langar bara í nammi.“Spái að þessi verði búinn að opna lágverðsverslun 18 ára.
— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) June 19, 2021
Regular Sherlock Holmes þessi dýralæknir. pic.twitter.com/DZkJMoiAvz
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 19, 2021
Búinn að skrópa þig úr dönsku og á síðasta séns í stærfræði og Sögu. Dast svo í það og svafst yfir þig. Vaknar og stekkur fram hálfklæddur; í andnauð og stíflaður af Miami-kvefi. Þá blasir við þér frammi á gangi:
„Sæll, Helgi! Fáðu þér sæti, við þurfum að tala saman” pic.twitter.com/LmFMIucHDi
— Helgi Seljan (@helgiseljan) June 19, 2021
vá hvað það væri næs ef það væri til bóluefni fyrir athyglissýki. Þá hefði maður kannski ekki lent í chokehold af öryggisverði á árshátíð NOVA 2009
— Björg (@BjorgSteinunn) June 19, 2021
Þessi ungdómur veit ekki hvað hann hefur það gott. Í minni æsku þurfti að skrapa 4 með lykli þangað til það leit næstum eins og 1 og vona að dyraverðir hötuðu vinnuna sína nóg til að vera alveg sama. pic.twitter.com/vk54xLWySr
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 19, 2021
Heyrt á kaffihúsi: „Hann var alltaf á kókaíni þegar hann stundaði jóga og þetta fór ekki vel saman.”
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) June 19, 2021
Mamma: „Nei Kamilla, þú mátt ekki fá þér göt í eyrun! Þá verður nikkelofnæmið þitt miklu verra!“
Ég:“Ahh ókey, það er vesen fyrir vegan fólk“
Mamma horfir djúpt í augun á mér grafalvarleg:“Og þá, munt þú aldrei nokkurn tímann framar geta drukkið bjór úr dós!“— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) June 19, 2021
Tónleikar í Gamla bíó í gær – Þrífa klósett í dag. pic.twitter.com/jZjCJKNcwS
— Vigdís Hafliðadóttir (@vigdishin) June 19, 2021
Áhugavert hvernig persónur í sjónvarpsþáttum demba í sig 7 vínglösum í röð og fara svo bara heim að skrifa greinar fyrir vinnuna sína. Eða eru blackout fullar að staupa tequila klukkan þrjú en mæta svo súper fresh á skrifstofuna með fullkominn eyeliner klukkan átta.
— Sólveig Johnsen (@solskinssolveig) June 19, 2021
Er með frúnni á hótelherbergi eina nótt. Hún tók með sér 5 skópör.
— Hrafnkell Sigurðsson (@hrafnkellsig) June 19, 2021
Ef ykkur vantar hressandi sumarlesningu hef ég heyrt að „Kissing the Coronavirus“ tali mjög inn í nútímann. pic.twitter.com/uJ0A52xMuz
— Bragi Páll (@BragiPall) June 19, 2021
Var nýbyrjaður í nýrri vinnu og var að Facebook stalka samstarfsmann. Svo nokkrum klukkutímum síðar sendir mamma mér skilaboð og spyr afhverju ég hafi verið að tagga hana í einhverri random mynd. Þá hafði ég óvart taggað mömmu mína í eldgamalli prófælmynd hjá vinnufélaganum.
— Gúrmvaldur Skvísubjörn Helgason (@dullurass) June 18, 2021
Dóttir mín, 12 ára, réði sig í vist norður í Eyjafjörð að passa fyrir afa sinn. Hún er s.s. að fara að passa föðursystur sína (6 ára).
— Magni Freyr (@MagniFreyr) June 18, 2021