Auglýsing

Beyoncé tekur algjöra U-beygju vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum

Ein þekktasta söngkona í heimi hefur tekið algjöra U-beygju vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember næstkomandi. Hingað til hefur hún ekki viljað blanda tónlist sinni við pólitík þar í landi en hefur samt sem áður stigið fram og ávallt stutt forsetaframbjóðanda demókrata.

„Hún hefur lagt til hliðar fjórar milljónir dollara til að gefa til herferðarinnar og mun jafnvel gefa meira ef hún sér þörf á því.“

En nú virðist sem svo að Beyoncé hafi tekið algjöra U-beygju því samkvæmt heimildum DailyMail hefur hún veitt Kamala Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, leyfi til þess að nota lögin sín í kosningaherferð sinni. Þá herma heimildir að hún sé tilbúin til þess að ganga enn lengra með því að styrkja og styðja Harris þar sem hún telur að „allt of mikið sé í húfi“ til þess að sitja hjá aðgerðarlaus.

„Beyoncé hefur bókstaflega hreinsað allt af dagskránni sinni til þess að mæta á fjáröflun fyrir Harris,“ sagði heimildarmaður við DailyMail.

Urðu nánar vinkonur í kosningabaráttu Biden

Þetta gerði söngkonan síðast árið 2012 en þá hélt hún og eiginmaður hennar, milljarðamæringurinn og rapparinn Jay-Z, fjáröflun fyrir Barack Obama. Í kjölfarið ákvað hún að taka eitt skref tilbaka og fjarlægja sig kosningaherferðum stjórnmálaflokka yfirhöfuð en sagt er að sum kosningaloforð demókrata hafi ekki samrýmst hennar gildum.

Beyoncé og Jay-Z tóku síðast þátt í kosningabaráttu Barack Obama. Nú ætlar Beyoncé að láta að sér kveða í baráttu Kamala Harris.

Heimildarmaðurinn bætti við að Beyoncé og Harris hafi fyrst hist þegar Obama var í framboði árið 2008 „en urðu nánar vinkonur“ í kosningabaráttu Joe Biden. Hins vegar hafa þær aldrei sést opinberlega saman til dagsins í dag – það á þó eftir að breytast.

„Hún hefur lagt til hliðar fjórar milljónir dollara til að gefa til herferðarinnar og mun jafnvel gefa meira ef hún sér þörf á því.“

En hvaða lag hefur Beyoncé gefið leyfi fyrir? Hún hefur leyft Harris að nota lagið „Freedom“ sem kom út þann 23. apríl árið 2016 og er hluti af sjöttu stúdíóplötu hennar „Lemonade.“ Lagið fjallar um baráttu og styrk en þar syngur söngkonan um að komast yfir hindranir og berjast fyrir frelsi. Lagið er mikið notað sem tákn fyrir félagslegt réttlæti og hefur verið tengt við réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum.

Freedom í kosningabaráttu Harris:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing