Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Joseph Robinette Biden, Jr hafi sigrað forsetakosningarnar og verði næsti forseti Bandaríkjanna. Hann mun taka við embættinu 20. janúar næstkomandi.Kamala Harris verður varaforseti Bandaríkjanna, fyrst kvenna.
Til hamingju Bandaríkjamenn og til hamingju heimur! #USAelection2020 #kosningar
— Brynjar Elvarsson (@binnielvars) November 7, 2020
Þessi úrslit í USA skipta svo miklu máli. Auðvitað fyrst og fremst mikilvægt að koma forheimskandi afli eins og Trump frá völdum en það besta við þetta er að vonandi er að rísa upp sterk fyrirmynd kvenna í Kamölu Harris sem getur gert heiminn ögn betri fyrir dætur okkar allra❤️
— Sóli Hólm (@SoliHolm) November 7, 2020
Ólafur Ragnar gjörsamlega elskar “the arctic” https://t.co/2aPC1xySjU
— Siffi (@SiffiG) November 7, 2020
Ef Ilhan Omar hefði verið að vinna forsetakosningar myndi ég kannski opna kampavín. En fyrst Trump tapaði mun ég opna rauðvín.
— Kött Grá Pje (@KottGraPje) November 7, 2020
Morgunblaðsmiðlarnir ekki sannfærðir um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Þar er Biden bara „sagður” hafa unnið. Eru líklega að bíða eftir að Trump eða Rudy viðurkenni ósigur. Þurfa örugglega að bíða lengi. pic.twitter.com/zUZP6havRP
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) November 7, 2020
Ótrúlega spenntur fyrir þvi að @KamalaHarris verði næsti vara-forseti Bandaríkjanna! Mannleg, réttsýn, skelegg! https://t.co/uGWhK4JOlU
— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) November 7, 2020
Loksins bærilegra fréttir frá Bandaríkjunum fyrir vinkonu mína móður jörð.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) November 7, 2020
Kamala Harris fyst kvenna kjörin varaforseti Bandaríkjana. Mikilvægt skref í landi þaðan sem jákvæðar fréttir hafa ekki beinlínis komið á færibandi síðustu fjögur árin! pic.twitter.com/GwkEooEA6U
— Logi Einarsson (@logieinarsson) November 7, 2020
Ég þrái að vera í Bandaríkjunum núna og upplifa gleðina, léttinn, fögnuðinn og frelsið í gegnum fólkið. ÞVÍLIKUR LÉTTIR!
— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) November 7, 2020
Til hamingju Bandaríkjamenn. Góðan bata.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) November 7, 2020
Til hamingju Joe Biden og Kamala Harris fyrir að hafa klárað operation koma kalkúninum úr húsinu! Þvílíkur léttir. P.s. hér er mynd af Joe Biden þegar talning atkvæða hófst. pic.twitter.com/ixm7pUU9BV
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) November 7, 2020
Þetta er gæsahúð. Aldrei aftur Trump. https://t.co/tNoQ90MtGK
— Logi Pedro (@logipedro101) November 7, 2020
Joe Biden vann kannski þessar kosningar, en Donald Trump vann hug og hjörtu ný-nasista, einræðisherra og óvina lýðræðisins út um allan heim.
— Eirikur Ragnarsson (@eikonomics_eiki) November 7, 2020
Heimurinn er strax orðinn að aðeins betri stað, ég finn það
— Króli? (@Kiddioli) November 7, 2020
Joe Biden mun vera fyrsti forseti USA sem styður hjónaband samkynhneigðra þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Hann var lengi mjög andsnúinn en sá ljósið og sést hér gefa saman starfsmenn Hvíta hússins sem varaforseti. Svo lærir sem lifir #gayrights #humanrights #potus pic.twitter.com/S9DOvctHf5
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) November 7, 2020
Pennsylvanía búin að frelsa Ameríku í annað sinn, ?
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) November 7, 2020
Er búinn að vera að horfa á kosningasjónvarp nánast stanslaust í fjóra daga en síðan ákveð ég að horfa á einn Simpsonsþátt og akkúrat þá er þetta callað ??
— AGG (@arnorgg) November 7, 2020