Auglýsing

Bindin fram í febrúar, landsátak um hálsbindi hefst 1.febrúar

Í dag, 1.febrúar, hefst landsátakið Bindin fram í febrúar í tíunda sinn á Íslandi. Bindin fram í febrúar er átak til þess að hvetja til fjölbreyttar bindisnotkunar í febrúarmánuði. Hálsbindi henta fólki af öllum kynjum við allar aðstæður, hvort sem er í skóla, vinnu, félags- eða einkalífi. Þau eru til af öllum stærðum og gerðum, litum og munstrum og hægt að nota á marga mismunandi vegu.

Átakið stendur yfir allan febrúarmánuð og er hægt að fylgjast með átakinu á Facebook síðu þess, facebook.com/bindinfram og á Instagram instagram.com/bindinfram/. Þar er hægt fylgjast með skemmtilegum og fróðlegum færslum tengdum bindum og bindanoktun, skoða áhugaverð bindi, læra bindishnútagerð, læra um sögu binda, taka þátt í umræðu um bindi og senda inn bindamyndir.

Átakið nær hámarki á Bindadeginum, miðvikudaginn 23.febrúar þegar kosið verður um bestu bindamyndina sem merkt hefur verið á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #bindinfram og viðkomandi hreppir titilinn Besta bindið 2022

Allir sem bindi geta valdið eru eru hvattir til að taka þátt með því að deila myndum og færslum á samfélagsmiðlum umdir millumerkinu #bindinfram.

Þrátt fyrir aldagamla hefð fyrir bindum hefur notkun þeirra farið smám saman minnkandi undanfarna áratugi. Það vill gleymast að hálsbindi henta öllum við allar aðstæður, hvort sem er í skóla, vinnu, félags- eða einkalífi. Hálsbindi eru góð leið til þess að sýna smekk inn útlit, tjá tilfinningar, lífsskoðanir, áhugamál, starfsvettvang og framtíðarþrár. Hálsbindi má nota hvenær og hvar sem er sem og hvernig sem er.

„Taktu þátt með okkur í landsátakinu með því að taka bindin fram úr skúffunni og setja þau upp í febrúar,“ segir í tilkynningu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing