Auglýsing

Bíósýningin “Meinvill í myrkrunum lá”

Óhefðbundin og listræn heimildamynd frá 2010 úr smiðju Frosta Jóns Runólfssonar um vin hans Loft Gunnarsson, sem setti svip sinn á götur Reykjavíkur í mörg ár. Myndin er 40 mínútur á lengd og verður sýnd aðeins í þetta eina skipti í Bíó Paradís sunnudaginn 15. september kl 16:00 .Tilefni sýningarinnar er 40 ára afmæli Lofts.

Loftur var yndisleg sál og góður maður en leiddist á braut alkóhólisma ungur að aldri. Hann lést úr veikindum aðeins 32 ára gamall.Eftir myndina mun Frosti sitja fyrir svörum, sem sumum mun þykja áhugasamara en myndin sjálf. Hann mun tala um myndina og svara spurningum bíógesta og eru allar spurningar úr salnum meira en velkomnar. Miðaverð er 1000 krónur og allur ágóði af sýningunni rennur óskertur í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Frosta leikstjóra myndarinnar tala um myndina.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing