Þriðji þáttur af Góðir Landsmenn var sýndur á Stöð 2 í gær.
Í þáttunum er fylgst með Steinda í framleiðsluferli kvikmyndar sem hann er að reyna að fjármagna og það gerir hann samhliða því að vinna að viðtalsþáttum um venjulega íslendinga.
Steindi og leikhópurinn X eru að framleiða gay vampírumynd og vantar fjármagn en illa gengur að fjármagna myndina. Telur Steindi að það kosti um 2o milljónir að koma kvikmyndinni í bíóhús. Eftir skrautlega ferð til Las Vegas virðist allt vera á réttri leið en gengur svo ekki upp að lokum.
Bugaður og brotinn flýgur hann til London þar sem hann bankar upp á hjá auðmanninum Björgólfi Thor.
„Get ég aðstoðað þig?“
Sjáðu brot út þættinum í gær hér fyrir neðan.