Auglýsing

Björgunarsveitir björguðu í nótt 50 manns af Langjökli – Yngsti ferðalangurinn 6 ára gamall

Björgunarsveitir björguðu í nótt 39 ferðalöngum og um tíu starfsmönnum íslensks ferðaþjónustufyrirtækins sem lentu í vandræðum vegna óveðurs og slæmrar færðar í vélsleðaferð á Langjökul í gærkvöldi. Sjá einnig hér: Þurftu að grafa sig í fönn og bíða eftir aðstoð.

Mjög slæmt veður var á svæðinu og björgunarstarf tók töluverðan tíma. Ekki var ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum og var þeim forgangsraðað sem áttu að fara fyrst niður. Þeirra á meðal voru börnin sem voru í hópi ferðamannanna en það yngsta er sex ára gamalt. Í fyrstu var áætlað að hægt yrði að koma fólkinu til byggða um miðnætti en fyrsti hópurinn úr röðum ferðafólksins kom ekki í hús í Gullfosskaffi fyrr en rétt um klukkan sex í morgun.

Fólkið var mis vel á sig komið eftir hrakningarnar, enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli og eitthvað var um að fólk væri með kal á fingrum.

Um 300 manns tók þátt í björgunaraðgerðunum á 57 tækjum við mjög erfiðar aðstæður.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing