Tónleikaserían Björk Orkestral – Live from Reykjavík sem vera átti 17. jan – 7. febrúar 2021 hefur verið frestað fram í apríl og maí 2021.
Nýju dagsetningarnar eru 18. og 25. apríl, og 2.og 9. maí 2021.
Þetta er vegna áframhaldandi fjöldatakmarkana en ekki er hægt að treysta á að búið verði að losa um þær í tæka tíð og setjum við alltaf heilsu og öryggi gesta og starfsfólks á oddinn.
Nýju dagsetningarnar eru eftirfarandi:
Sunnudagur 18. apríl kl. 17 – Björk með strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason – ÁÐUR 7. FEBRÚAR
Sunnudagur 25. apríl kl. 17 – Björk með Hamrahlíðarkórnum, stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir, Bergur Þórisson – Orgel – ÁÐUR 24. JANÚAR
Sunnudagur 2. maí kl. 17 – Björk með blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, flautuseptetinum Viibra, Katie Buckley – Harpa, Jónas Sen – ÁÐUR 31. JANÚAR
Sunnudagur 9. maí kl. 17 – Björk með 15 manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
– ÁÐUR 17. JANÚAR
– ÁÐUR 17. JANÚAR
Allir miðar eru enn gildir fyrir nýju dagsetningarnar.
Ef nýja dagsetningin hentar ekki geta miðahafar óskað eftir endurgreiðslu með því að senda tölvupóst á midasala@harpa.is í síðasta lagi 13. janúar.„Við biðjumst innilegrar velvirðingar á óþægindunum sem þetta kann að valda en við teljum það öruggast að bíða með tónleikana og koma saman á ný þegar það er óhult að gera það. Við þökkum fyrir þolinmæðina og skilninginn,“ segir í tilkynningu.
Ef nýja dagsetningin hentar ekki geta miðahafar óskað eftir endurgreiðslu með því að senda tölvupóst á midasala@harpa.is í síðasta lagi 13. janúar.„Við biðjumst innilegrar velvirðingar á óþægindunum sem þetta kann að valda en við teljum það öruggast að bíða með tónleikana og koma saman á ný þegar það er óhult að gera það. Við þökkum fyrir þolinmæðina og skilninginn,“ segir í tilkynningu.