Leikarinn og skemmtikrafturinn Steindi Jr og unnusta hans, Sigrún Sigurðardóttir, eiga von á barni og ætluðu þau að sprengja svokallaða kynjablöðru sem segði til um kyn ófædds barns þeirra.
Þetta átti að vera notaleg fjölskyldustund á aðfangadag en ekki fór allt eins og áætlað var.
„Planið var að kaupa blöðru sem við myndum sprengja saman á aðfangadag, sem var nú aðallega gert fyrir 5 ára dóttur okkar. Ég fór seinna um daginn og græja blöðruna og við öll mjög spennt. Á leiðinni heim, aleinn, á rauðu ljósi gerist þetta! Blaðran springur! Það er gjörsamlega sturlað hversu mikið konfettí var í þessari blöðru. Þetta var eins og að vera á Palla balli en bara edrú, í bíl, einn og á Þorláksmessu. Það var allt út í konfettí, meira segja uppi í mér og ofan í naríunum. Fólkið í bílnum við hliðina á mér öskurhlæjandi yfir þessu Þorláksmessuálagi sem var í gangi þarna hjá mér.“ segir Steindi á Instagram síðu sinni.
Hér fyrir neðan má sjá færslu hans í heild sinni.