Auglýsing

Blómkál í karrý-kókos með engifer og hvítlauk

Hráefni:

    • 1 blómkálshöfuð, skorið í bita
    • 1 dós kókosmjólk
    • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
    • vænn engiferbútur, rifinn niður
    • sjávarsalt og svartur pipar
    • 2 msk ólívuolía
    • 1/2 laukur, skorinn í bita
    • 1 msk garam masala
    • 2 tsk karrý
    • 1/2 tsk túrmerik
    • 1 tsk cayenne pipar
    • 1 lítil dós tómatpúrra
    • 2 msk kókosolía
    • 1 dl ferskt saxað kóríander
    • Hrísgrjón og naan brauð

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og stillið á grill. Leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Blandið blómkáli, 1 dl kókosmjólk, 2 hvítlauksgeirum, 1 msk af rifnum engifer og smá salti saman í skál. Blandið vel saman og látið þetta marinerast í 10 mín. Dreifið næst úr blómkálinu á ofnplötuna og bakið í 3-4 mín eða þar til blómkálið fer að taka á sig lit.

3. Hitið ólívuolíu á stórri pönnu. Steikið lauk í 5 mín. Bætið þá restinni af hvítlauknum og engifer á pönnuna og steikið áfram í 5 mín. Hrærið þá garam masala, karrý, túrmerik og cayenne saman við og steikið áfram í 1 mín.

4. Bætið tómatpúrru saman við ásamt restinni af kókosmjólkinni. Náið upp suðu og látið þetta malla í 5 mín eða þar til sósan fer að þykkna (ef hún verður of þykk má þynna hana með örlitlu vatni). Bætið blómkálinu saman við sósuna og leyfið þessu að malla áfram í um 5 mín. Takið af hitanum og hrærið kóríander saman við og smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði. Njótið!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing