Björgvin Halldórsson fagnaði 70 ára afmæli 16. apríl og hélt upp á daginn með stórtónleikum í beinni frá Borgarleikhúsinu á sjálfum afmælisdeginum. Tónleikarnir hlutu gríðarlega góðar viðtökur og má reikna með að um 40-60 þúsund manns hafi horft á þá í beinni útsendingu.
Á tónleikunum fór Björgvin yfir sinn ótrúlega feril í tónlist, tali og myndum, dyggilega studdur af landsliði hljóðfæraleikara og góðum gestum; GDRN, Krumma, KK, Jóhönnu Guðrúnu og Svölu. Bakraddir með meiru voru Friðrik Ómar, Eyfi og Regína Ósk.
Nú getur leigt tónleikana á Vimeo. Hægt er að horfa á tónleikana að vild í 48 klukkutíma eftir kaup og er Vimeo með app fyrir flest stýrikerfi og tæki, sem gerir það einfalt að horfa á tónleikana hvar og hvenær sem er.
Leigan kostar 19€ / $23 og er hægt að kaupa aðgang nú þegar.