Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónaveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fundurinn hefst klukkan 16:30 og verður í beinni útsendingu á Vísir.is
Fundurinn fer fram í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð. Þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fjalla stuttlega um stöðu mála eins og hún blasir við í dag, þróun síðustu daga og hvaða áherslur séu til grundvallar í aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi.
Að því er segir í tilkynningu er tilefni fundarins fyrst og fremst að stuðla að góðri upplýsingagjöf til fjölmiðla og þar með til almennings.
Beina útsendingu má finna hér